Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

55. fundur 06. febrúar 2025 kl. 09:00 - 13:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ragna Stefanía Óskarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Umsögn vegna jarðarkaupa, Stakkahlíð

Málsnúmer 202112022Vakta málsnúmer

Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vakti Ragna S. Óskarsdóttir athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var því einróma hafnað.
Aron Thorarensen lögfræðingur sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur bókun byggðaráðs frá 21. janúar 2025 þar sem óskað er eftir umssögn heimastjórnar vegna erinda frá Ólafi Aðalsteinssyni er varða kaup ríkisins á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Heimastjórn hefur áður tekið jákvætt í að Ólafur Aðalsteinsson eignist Stakkahlíð og vísar í fyrri umsögn sína um málið frá 10.12.2021. Heimastjórn gagnrýnir fyrirkomulag leigusamninga ríkisins þar sem leigutímabil er of stutt og leigutakar eru lattir til fjárfestinga og umbóta vegna ákvæðis um að endurbætur á jörðum fást ekki metnar að leigutíma liðnum. Heimastjórn telur mögulega lausn á málinu vera að skipta jörðinni upp í hluta og að æðarrækt verði tryggð til framtíðar með langtímasamningi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aron Thorarensen - mæting: 09:15

2.Samfélagsverkefni heimastjórna 2025

Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 13.1.2025 þar sem kemur fram að ráðið samþykkir óbreytt fyrirkomulag og skiptingu fjármuna frá fyrra ári. Heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fá 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.
Ráðið hvetur heimastjórnir til að leita eftir samstarfi við grunnskólanemendur um hugmyndir að verkefnum.
Heimastjórn samþykkir að fela starfsmanni að auglýsa eftir tillögum að samfélagsverkefnum í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Framtíð landvörslu á Víknaslóðum

Málsnúmer 202501052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinargerð Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri um framtíð og ábyrgð á landvörslu á Víknaslóðum. Umhverfis- og framkvæmdaráð fól verkefnastjóra umhverfismála og starfsmanni heimastjórnar Borgarfjarðar að vinna málið áfram í samráði við formann ráðsins og sveitarstjóra.
Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar erindið og telur brýnt að fundin verði varanleg lausn á landvörslu á Víknaslóðum.
Málið áfram í vinnslu.

4.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá umhverfis- og framkvæmdasviði um hámarkshraða í fjórum þéttbýliskjörnum í Múlaþingi ásamt tillögum að breytingum á honum.

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur til að hámarkshraði innan þéttbýlis Borgarfjarðar verði alls staðar 30 km/klst. Enn fremur verði hugað að umferðarhraða við aðkomu að þorpinu við Geitland.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 11:00

5.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025

Málsnúmer 202501193Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úthlutun almenns byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2024-2025.

Enn á ný fær Borgarfjörður eystri lágmarksúthlutun sem er 15 tonn. Heimastjórn leggur til að ekki verði sérreglur vegna úthlutunar hans og þarf því ekki að aðhafast frekar.

Vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Samgöngur og innviðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202501217Vakta málsnúmer

Fyrir liggja áherslupunktar varðandi samgöngumál og innviðauppbyggingu í Múlaþingi sem lagðir voru fram á fundi sveitarstjóra, forseta sveitarstjórnar og formanni byggðaráðs á fundi með innviðaráðherra 22. janúar 2025.
Heimastjórn Borgarfjarðar ítrekar nauðsyn þess að vetrarþjónustu sé sinnt sjö daga vikunnar þegar aðstæður krefjast þess. Borgarfjörður er eini þéttbýlisstaður landsins með fleiri en 100 íbúa sem þurfa um fjallveg að fara fyrir margs konar þjónustu, hvar vetrarþjónustu er ekki sinnt daglega.
Hvað varðar almenningssamgöngur tekur heimastjórn ekki undir sjónarmið Vegagerðarinnar um að ferðir yfir Vatnsskarð eystra teljist innanbæjarakstur og skorar á Vegagerðina að tryggja að gerður verði aftur samningur um almenningssamgöngur milli Borgarfjarðar og Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Reglur um matar- og söluvagna í Múlaþingi

Málsnúmer 202501241Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 3. febrúar 2025 um drög að reglum um matar- og söluvagna í Múlaþingi.
Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fjarðarborg, samþykktir

Málsnúmer 202410248Vakta málsnúmer

Starfsmaður heimastjórnar kynnti fyrirliggjandi drög að verðskrá og samþykktum fyrir Fjarðarborg. Heimastjórn samþykkir verðskrána eins og hún liggur fyrir og felur starfsmanni að klára samþykktir í samræmi við umræður á fundinum og vísa þeim svo til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Fjarðarborg: Rætt um stöðu framkvæmda í húsinu, sem ganga ágætlega. Verið að ljúka við að stúka af aðstöðu fyrir líkamsræktaraðstöðu UMFB. Lyfta verður sett upp í húsinu í lok febrúar/byrjun mars. Áhersla lögð á að ljúka við að klæðningu framhliðar hússins og gafla fyrir sumarið. Áætluð verklok í lok árs.

Hafnarhólmi: Rætt um þær tillögur sem liggja fyrir við gjaldtöku í Hafnarhólma sem eru tvær; bílastæðagjald eða gjaldhlið við Hólmann.

Húsnæðismál: Sala á Þórshamri gengin í gegn. Verið að klára að tæma Hreppsstofu og í framhaldi fer það hús á sölu.

Umhverfismál: Rætt um drög að framtíðarleiksvæði fyrir börn á grænu svæði milli Fjarðarborgar, Sparkhallar og grunnskóla. Endurnýjun gangstétta við þorpsgötu hefst í sumar.


10.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fyrirhugaður fimmtudaginn 6. mars 2025. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 3. mars. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis til skrifstofu.

Fundi slitið - kl. 13:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?