Fara í efni

Fæðisgjöld í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202501066

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 121. fundur - 14.01.2025

Erindi barst frá Sigfríði Hallgrímsdóttur, fyrir hönd Foreldrafélags leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla, dagsett 8. 1. 2025, þar sem óskað er eftir skýringum á þeim verðmun sem er á fæðisgjaldi leikskóla í Múlaþingi. Einnig er óskað eftir svörum varðandi samræmingu á fæðis- og frístundagjöldum í grunnskólum í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Fræðslustjóra er falið að samræma gjaldskrár vegna fæðiskostnaðar leikskólabarna í Múlaþingi. Taka skal mið af núverandi gjaldskrám vegna fæðiskostnaðar leikskólabarna á Héraði og skulu þær taka gildi 1. ágúst nk.

Fræðslustjóra er einnig falið að svara öðrum atriðum í erindinu í samræmi við fyrri bókanir ráðsins um frístunda- og fæðisgjöld í grunnskólum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 127. fundur - 04.03.2025

Fyrir liggur uppfærð gjaldskrá vegna fæðis leikskóla í Múlaþingi en samkvæmt bókun frá 121. fundi fjölskylduráðs var samþykkt að samræma gjaldskrár vegna fæðiskostnaðar leikskólabarna í Múlaþingi. Tekið er mið af núverandi gjaldskrá í leikskólum á Héraði. Með þessum breytingum lækkar kostnaður vegna fæðis í Bjarkatúni á Djúpavogi og leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla. Gildistaka þessarar gjaldskrár er frá og með 1. ágúst 2025.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 56. fundur - 12.03.2025

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 04.03.2025 varðandi fæðisgjöld í leikskólum Múlaþings. Uppfærð gjaldskrá samræmir fyrri gjaldskrár vegna fæðiskostnaðar leikskólabarna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá vegna fæðis í leikskólum Múlaþings og felur sveitarstjóra að birta hana. Gildistaka þessarar gjaldskrár er frá og með 1. ágúst 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?