Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

121. fundur 14. janúar 2025 kl. 12:30 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi
  • Þóra Björnsdóttir verkefnastjóri frístunda og forvarna
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Dagbjört Kristinsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu lið 1 - 4 . Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir og Bríet Finnsdóttir sátu lið 3 ? 4. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, Linda Theresa Fransson og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu lið 4 - 5. Dagbjört Kristinsdóttir aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla fylgdi eftir lið 1. Þóra Björnsdóttir verkefnastjóri frístunda og forvarna fylgdi eftir lið 2. Sóley Þrastardóttir skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum fylgdi eftir lið 3.

1.Heillaspor, innleiðing

Málsnúmer 202410211Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Dagbjört Kristinsdóttir, aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla. Hún kynnti innleiðingu á þróunarverkefninu Heillaspor sem hóf göngu sína í Egilsstaðaskóla haustið 2024.

Fjölskylduráð þakkar Dagbjörtu fyrir góða kynningu á áhugaverðu þróunarverkefni og óskar Egilsstaðaskóla velfarnaðar við innleiðinguna.

Lagt fram til kynningar.

2.Íslenska Æskulýðsrannsóknin 2024

Málsnúmer 202412029Vakta málsnúmer

Þóra Björnsdóttir, verkefnastjóri frístunda og forvarna, kynnti helstu niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111078Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Sóley Þrastardóttir, tónlistarskólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum. Sóley fór yfir erindi sem hún sendi inn til umhverfis- og framkvæmdaráðs, dagsett 27. 11. 2024, en ráðið vísaði erindinu til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð þakkar Sóleyju fyrir komuna. Ráðið vill mynda starfshóp sem fari yfir sögu húsnæðismála Tónlistarskólans á Egilsstöðum, geri valkostagreiningu og leggi fram tillögur að framtíðarlausn skólans. Fræðslustjóra er falið að útbúa erindisbréf sem lagt verður fyrir fund fjölskylduráðs í byrjun febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að umferðaröryggisáætlun Múlaþings.


Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að koma athugasemdum ráðsins um umferðaröryggisáætlunina til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fæðisgjöld í leikskólum Múlaþings

Málsnúmer 202501066Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Sigfríði Hallgrímsdóttur, fyrir hönd Foreldrafélags leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla, dagsett 8. 1. 2025, þar sem óskað er eftir skýringum á þeim verðmun sem er á fæðisgjaldi leikskóla í Múlaþingi. Einnig er óskað eftir svörum varðandi samræmingu á fæðis- og frístundagjöldum í grunnskólum í sveitarfélaginu.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Fræðslustjóra er falið að samræma gjaldskrár vegna fæðiskostnaðar leikskólabarna í Múlaþingi. Taka skal mið af núverandi gjaldskrám vegna fæðiskostnaðar leikskólabarna á Héraði og skulu þær taka gildi 1. ágúst nk.

Fræðslustjóra er einnig falið að svara öðrum atriðum í erindinu í samræmi við fyrri bókanir ráðsins um frístunda- og fæðisgjöld í grunnskólum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?