Fara í efni

Yfirlýsing vegna ábúendakaupa á Rauðholti Hjaltastáðaþinghá

Málsnúmer 202501076

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 16.01.2025

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigbirni Óla Sævarssyni, dagsettur 8. janúar 2025, þar sem óskað er eftir yfirlýsingu sveitarfélagsin vegna ábúendakaupa á Rauðholti, samkvæmt 36. grein Jarðarlaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir, í samræmi við 36. grein Jarðalaga nr. 81/2004 og A lið 48. greinar Samþykktar um stjórn Múlaþings, að ábúendur í Rauðholti, í Hjaltastaðaþinghá í Múlaþingi, þau Sigbjörn Óli Sævarsson og Þórunn Ósk Benediktsdóttir, hafa setið jörðina vel og mælir heimastjórn Fljótsdalshéraðs með því að þau fái jörðina keypta. Umræddir ábúendur eiga lögheimili í Rauðholti og hafa búið þar frá árinu 2002. Ábúendur stunda sauðfjárbúskap á jörðinni og ástand mannvirkja er gott.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?