- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
“Samtök orkusveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum fagna því að umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra hefur lagt fram frumvarp til að eyða lagalegri óvissu um leyfisveitingar til vatnsaflsvirkjana. Samtökin telja það ekki þola bið að tryggja nægt framboð grænnar orku um allt land á ásættanlegu verði fyrir almenning og fyrirtæki. Ráðast þarf í nauðsynlegar lagabreytingar og einfalda stjórnsýslu til að rjúfa kyrrstöðu sem alltof lengi hefur verið í orkumálum. Samtökin fagna yfirlýsingum ráðherra um að slíkar breytingar séu í farvatninu og leggja áherslu á að lagabreytingar sem frumvarpið felur í sér verði afgreitt með flýtimeðferð af hálfu Alþingis.
Samtökin munu skila sameiginlegri umsögn um málið í næstu viku.“
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir bókun frá Samtökum orkusveitarfélaga og sveitarfélaga á köldum svæðum og hvetur ráðherra umhverfis,- orku- og loftslagsmála til að ráðast sem fyrst í nauðsynlegar lagabreytingar svo rjúfa megi kyrrstöðu í orkumálum. Þá vill Byggðaráð ítreka þá afstöðu sína að mikilvægt er að tryggja sanngjarna hlutdeild í tekjum af orkumannvirkjum til nærsamfélags.
Samþykkt með 4 atkvæðum, einn á móti (HHÁ)
Helgi Hlynur Ásgrímsson fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tek ekki undir ofangreinda bókun að neinu leyti og hafna innihaldi hennar að fullu. Ég felst ekki á að það sé orkuskortur á Íslandi þó framboðið nái ekki að uppfylla allan þann orkuþorsta sem uppi er. Það er auk þess ekkert sem bendir til að þó við stíflum allar ár og læki og setjum upp vindmillur í öllum fjöllum landsins að það muni seðja þorsta orkukapítalistanna. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum ættum frekar að krefja orkumálaráðherra um að stöðva verðhækkanir á orku til heimila í landinu og smærri og meðalstórra íslenskra fyrirtækja sem hefur ekkert með framboð orku að gera heldu kauphallarfyrirkomulag með sölu raforku. Það að íslensk heimili séu látinn keppa við erlend orkufrek gagnaver á uppboðsmarkaði með raforku stappar nærri sturlun.