Fara í efni

Umhverfishönnun, Djúpivogur, Bláin og tenging við tjaldsvæði

Málsnúmer 202502194

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 153. fundur - 16.06.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að umhverfishönnun af svæði milli tjaldsvæðisins og Bláarinnar á Djúpavogi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög og vísar þeim til umfjöllunar hjá heimastjórn Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 62. fundur - 12.08.2025

Lögð fram til umsagnar og kynningar drög að skipulagi í Stekkablá.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að skipulagi.

Samþykkt samhljóða
Getum við bætt efni þessarar síðu?