Fara í efni

Beiðni um afnot af landi í eigu Múlaþings.

Málsnúmer 202503223

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 59. fundur - 10.04.2025

Hestamannafélagið Glampi biður um að fá afnot af landi sveitarfélagsins innan við Æðarsteinstanga að Sandbrekkuvík, undir hesta félagsmanna.
Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leiti að hestamannafélagið fái afnot af svæðinu. Hestamannafélagið verður að tryggja að girt verði með þeim hætti að hestar sleppi ekki út, því að stutt er í þjóðveginn. Gerður verður samningur til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

Erindinu vísað til Byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 150. fundur - 15.04.2025

Fyrir liggja drög að leigusamningi við hestamannafélagið Glampa að landi fyrir hesta, norðan þjóðvegar við Djúpavog.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning við hestamannafélagið Glampa á Djúpavogi varðandi afnot af landi Múlaþings, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?