Fara í efni

Viðburðasjóður hafna

Málsnúmer 202504204

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 148. fundur - 28.04.2025

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnastjóra menningarmála um möguleika á stofnun viðburðasjóðar fyrir aðila sem vilja standa fyrir viðburðum í tengslum við komur skemmtiferðaskipa.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnarstjóra að vinna drög að reglum fyrir viðburðarsjóð í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 150. fundur - 19.05.2025

Hafnarstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að reglum fyrir viðburðarsjóð hafna Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fresta afgreiðslu fyrirliggjandi reglna til haustsins og í stað þess verði þeir fjármunir sem fyrirhugaðir voru í verkefnið nýttir til að efla markaðs- og kynningarmál hafnanna, m.a. til að auka afþreyingu og efla bæjarbrag í tengslum við komur farþegaskipa til Múlaþings.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (E.G.G.) situr hjá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?