Fara í efni

Erindi er varðar ráðningastefnu Múlaþings varðandi sumarstörf ungmenna á Seyðisfirði

Málsnúmer 202504259

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 56. fundur - 08.05.2025

Fyrir liggja erindi frá Elvu Ásgeirsdóttur og Höllu Dröfn Þorsteinsdóttur er varðar breytingar á ráðningum ungmenna 16-18 ára á Seyðisfirði sumarið 2025. Jón Kristófer Arnarson garðyrkjustjóri situr fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu mála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Jóni Kristófer Arnarsyni fyrir komuna, góða yfirferð og greinargóð svör. Heimastjórn harmar, að upp sé komin sú staða að ungmenni á Seyðisfirði 16 (á 17.ári) og 17 (á 18.ári) séu atvinnulaus þar sem enga vinnu virðist vera að fá.
Heimastjórn óskar eftir því við umhverfis- og framkvæmdaráð, sem fer með málefni vinnuskólans í Múlaþingi, að leyst verði úr þessum málum fyrir ungmenni á Seyðisfirði. Heimastjórn leggur til að 17 ára börn verði ráðin inn í vinnuskólann í sumar í ljósi aðstæðna og atvinnuástands á Seyðisfirði. Einnig leggur heimastjórn til að skoðaður verði möguleikinn á því að boðið verði uppá vinnuskóla til framtíðar fyrir þennan aldur. Heimastjórn felur starfsmanni að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Jón Kristófer Arnarson - mæting: 09:20

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 150. fundur - 19.05.2025

Garðyrkjustjóri situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja erindi frá Elvu Ásgeirsdóttur og Höllu Dröfn Þorsteinsdóttur er varðar breytingar á ráðningum ungmenna 16-18 ára á Seyðisfirði sumarið 2025. Málið var tekið fyrir á fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar 8. maí sl. þar sem því var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á þeirri forsendu að atvinnuástand á Seyðisfirði er mjög slæmt fyrir þennan aldurshóp samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að fela garðyrkjustjóra að auglýsa laus almenn garðyrkjustörf á Seyðisfirði fyrir ungmenni á aldrinum 17-18 ára.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?