Fara í efni

Flugvöllurinn á Seyðisfirði - malartekja

Málsnúmer 202504261

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 56. fundur - 08.05.2025

Fyrir liggur fyrirspurn frá framkvæmda- og umhverfismálastjóra er varðar hugmynd um að fá að nýta efnið í gamla flugvellinum vegna mikils efnisskorts á Seyðisfirði. Hugrún Hjálmarsdóttir situr fundinn undir þessum lið og fylgir málinu eftir.
Heimastjórn Seyðisfjarðar setur sig ekki upp á móti að efnistaka verði leyfð af flugvellinum ef brýna nauðsyn ber til. Völlurinn er ekki skráður og í mjög takmarkaðri notkun og aldrei í neyðartilfellum en er þó hluti af innviðum, jafnframt er mikilvægt að aðgangur sé að efni til framkvæmda.
Heimastjórn vill koma því á framfæri að verði af efnistöku er mikilvægt að gengið verði vel um svæðið og það verði aðlaðandi til útivistar. Einnig bendir heimastjórn á að mikilvægt er að veginum út í Skálanes verði viðhaldið og nauðsynlegt er að hafa áfram bíla- og rútustæði á svæðinu vegna útivistarmöguleika.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?