Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari og rafstrengur, Kelduskógar-Melshorn og Fossárdalur

Málsnúmer 202505206

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 151. fundur - 26.05.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ohf., dags. 19. maí 2025, vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafstrengs í Berufirði. Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Djúpavogshrepps 2008-2028 varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?