Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

151. fundur 26. maí 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Eiður Ragnarsson, verkefnastjóri hafna, sat fundinn undir liðum nr. 1-3.
Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála, sat fundinn undir liðum nr. 4 og 5.
Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 6-9.
Jörgen Sveinn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 9-10.

1.Fundir með hagaðilum skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 202505190Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja fundargerðir frá fundum hafnarstarfsfólks með hagaðilum í móttöku skemmtiferðarskipa í Múlaþingi. Fundað var 5. maí á Seyðisfirði og á Djúpavogi 15. maí.
Lagt fram til kynningar.

2.Bætt aðstaða í Innri Gleðivík.

Málsnúmer 202504232Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja hugmyndir um bætta hafnaraðstöðu í Innri Gleðivík.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502036Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri hafna situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að ársreikningi Hafnasambands Íslands fyrir árið 2024 ásamt fundargerð frá 472. fundi sambandsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland

Málsnúmer 202206272Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Sex vikna auglýsingaferli Svæðisáætlunar um úrgangsmál á Austurlandi 2025-2035 lauk þann 28. apríl sl. og hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur lokaútgáfa áætlunarinnar til samþykktar.

Jafnframt liggur fyrir ráðinu erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, dags. 12. maí 2025, með fyrirmælum um að sveitarstjórn komi málum varðandi gerð svæðisáætlunar í lögmætt horf skv. 1. mgr. 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs svo fljótt sem verða megi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi 2025-2035 og vísar henni til samþykktar hjá sveitarstjórn.

Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar ábendingu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og vísar til ofangreindrar bókunar. Jafnframt bendir ráðið á að svæðisáætlun hafi verið í umsagnarferli þegar ábending Umhverfis- og Orkustofnunar barst ráðuneytinu.

Samþykkt samhljóða.

5.Almenningssamgöngur 2025

Málsnúmer 202405230Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað verkefnastjóra umhverfismála um akstursleið strætó milli Egilsstaða og Fellabæjar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar breytingar á akstursleið strætó í tilraunaskyni á komandi sumri. Málið verður tekið fyrir að nýju í ágúst.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari og rafstrengur, Kelduskógar-Melshorn og Fossárdalur

Málsnúmer 202505206Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK ohf., dags. 19. maí 2025, vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafstrengs í Berufirði. Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Djúpavogshrepps 2008-2028 varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um skráningu staðfangs, Kjarvalsstaðir

Málsnúmer 202505228Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um skráningu nýrrar lóðar úr landi Davíðsstaða 1 samkvæmt deiliskipulagi, ný lóð fær staðfangið Kjarvalsstaðir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn frá Örnefnanefnd. Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu) Kverkfjöll

Málsnúmer 202307034Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing frá forsætisráðuneytinu vegna breytinga á afmörkun þjóðlendu við Krepputungu. Við stofnun þjóðlendunnar voru gerð þau mistök að afmörkun náði yfir sveitarfélagamörk Múlaþings og Þingeyjasveitar. Forsætisráðuneytið hefur óskað eftir leiðréttingu og leggur fram nýja afmörkun í samræmi við gildandi sveitarfélagamörk Þingeyjarsveitar og Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um byggingarleyfi, Ránargata 11, 710

Málsnúmer 202504137Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi sitja fundinn undir þessum lið.
Málið er tekið fyrir að nýju en fyrir liggja uppfærðir uppdrættir þar sem staðsetningu vinnubúðanna hefur verið hliðrað til innan lóðamarka. Fyrirhugað er að búðirnar eigi að standa til vors 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð stendur við fyrri bókun málsins og leggur til við byggingarfulltrúa að hafna umsókn um byggingarleyfi, á Ránargötu 11, með vísan til 21. gr. reglugerðar 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um byggingarheimild Vök skilti, Ekkjufellssel, 700,

Málsnúmer 202307069Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti Guðný Margrét Hjaltadóttir máls á mögulegu vanhæfi sínu sem stjórnarmaður í Vök Baths ehf., sem er málsaðili. Tillagan var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða. GMH vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Byggingarfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur afgreiðsla byggingarfulltrúa, dags. 28 apríl 2025, á umsókn frá Vök Baths ehf. um byggingarheimild fyrir skilti við þjóðveg 1.
Lagt fram til kynningar.

11.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu máls og samskipti sveitarfélagsins við Vegagerðina í tengslum við bókun ráðsins frá 140. fundi þar sem samþykktar voru hugmyndir um lækkun umferðarhraða í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því að fá fulltrúa Vegagerðarinnar inn á fund ráðsins og fara yfir hugmyndir um lækkun umferðarhraða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?