Fara í efni

Umsókn um skráningu staðfangs, Kjarvalsstaðir

Málsnúmer 202505228

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 151. fundur - 26.05.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um skráningu nýrrar lóðar úr landi Davíðsstaða 1 samkvæmt deiliskipulagi, ný lóð fær staðfangið Kjarvalsstaðir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn frá Örnefnanefnd. Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 153. fundur - 16.06.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsögn frá Árnastofnun vegna umsóknar um staðfangið Kjarvalsstaðir á nýrri lóð í landi Davíðsstaða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 (ÁHB, HSÞ, HHÁ) á móti.
Getum við bætt efni þessarar síðu?