Fara í efni

Kæra á stjórnsýsluákvörðun Múlaþings vegna Gamla ríkisins Seyðisfirði

Málsnúmer 202506056

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 156. fundur - 18.06.2025

Fyrir fundinum liggur erindi frá Innviðaráðuneytinu vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu Múlaþings við sölu á Gamla ríkinu á Seyðisfirði.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 157. fundur - 24.06.2025

Fyrir fundinum liggur erindi frá Innviðaráðuneytinu vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu Múlaþings við sölu á Gamla ríkinu á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma samantekt lögfræðings sveitarfélagsins á framfæri við innviðaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 162. fundur - 26.08.2025

Fyrir lá til kynningar niðurstaða innviðaráðuneytisins dagsett 11.08.2025 vegna kæru Hagrennings ehf. á stjórnsýsluákvörðun Múlaþings við sölu á Gamla ríkinu Seyðisfirði. Samkvæmt úrskurði ráðuneytisins var málsmeðferð Múlaþings í samræmi við lög og meginreglur stjórnsýsluréttar.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?