Fara í efni

Beiðni um að endurskoða takmarkað aðgengi unglinga að Vinnuskóla Múlaþings sumarið 20025

Málsnúmer 202506152

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 135. fundur - 18.06.2025

Fyrir fundinn liggur erindi frá Bylgju Borgþórsdóttur, dagsett 8. júní 2025, þar sem hún biður um að endurskoðað verði takmarkað aðgengi unglinga að Vinnuskóla Múlþings sumarið 2025.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og beinir því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs að því verði hagað þannig að þær umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út fari á biðlista. Þannig mætti halda þeim umsóknum inni og bæta við eftir því sem mönnun og skipulag leyfir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 154. fundur - 23.06.2025

Fjölskylduráð hefur beint því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að breyta fyrirkomulagi vinnuskólanns á þann hátt að umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út fari á biðlista.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi hugmyndum um biðlista til umfjöllunar við skipulag skólans fyrir næsta ár.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?