Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild, Oddi, 720

Málsnúmer 202507031

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 157. fundur - 18.08.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið Odda (L157313) á Borgarfirði. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda Sæbóls (L157335) og Borgar (L157282).

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 161. fundur - 22.09.2025

Grenndarkynningu byggingaráforma við Odda (L157313) á Borgarfirði lauk 16. september sl. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka hana til umfjöllunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að staðfestingu lóðamarka Odda og Sæbóls og endurnýjun lóðaleigusamninga.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?