Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

161. fundur 22. september 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur áframhaldandi vinna við yfirferð á viðbrögðum við umsögnum sem bárust við kynningu vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045. Jafnframt liggja fyrir tvö minnisblöð, annars vegar um mörk sveitarfélagsins og frístundabyggðir hins vegar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viðbrögðum við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna að tillögu til auglýsingar í samræmi.
Jafnframt samþykkir ráðið að skógræktaráform upp að 25ha. verði ekki leyfisskyld og skógrækt undir 200ha. sé heimil á landbúnaðarlandi.

Samþykkt samhljóða.

2.Deiliskipulagsbreyting, Grund við Stuðlagil, breytt lóðamörk

Málsnúmer 202503209Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga, dags. 12.09.2025, að breytingu á deiliskipulagi ferðaþjónustu í landi Grundar á Jökuldal. Tillagan er unnin af LOGG ehf. fyrir hönd Hótel Stuðlagil hef. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun viðskipta- og þjónustulóðar um 2,7 ha. og fjölgun byggingarreita á lóðinni.
Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna sömu áforma tók gildi þann 16. september sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

3.Umsókn um byggingarheimild, Oddi, 720

Málsnúmer 202507031Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Odda (L157313) á Borgarfirði lauk 16. september sl. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka hana til umfjöllunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að staðfestingu lóðamarka Odda og Sæbóls og endurnýjun lóðaleigusamninga.

Samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulag, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106146Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á vanhæfi sínu undir málsliðnum sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands sem er lóðarhafi Lónsleiru 13, og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Fyrir liggja merkjalýsingar vegna lóða við Lónsleiru á Seyðisfirði sem unnar voru í kjölfar deiliskipulagsbreytingar svæðisins. Lagt er til að gólfkóti á byggingarlóðum við Lónsleiru verði aðlagaður að þeirri byggð sem fyrir er með það að markmiði að tryggja samræmi í ásýnd svæðisins með vísan í hverfisvernd svæðisins.
Jafnframt liggur fyrir erindi frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem óskað er eftir því að gólfkóti á Lónsleiru 13 verði 3,5 í stað 3,8 eins og lagt er til í merkjalýsingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir heimild til frávika frá skipulagsskilmálum um viðbótargólfkóta upp á 0,25m, frá viðmiðunarreglum Vegagerðarinnar fyrir land og gólfhæð á lágsvæðum við sjó. Með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir ráðið jafnframt að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Jafnframt samþykkir ráðið að gólfkóti á Lónsleiru 5 verði 3,25 með vísan í þegar byggð hús á aðliggjandi lóðum.

Á grundvelli ofangreindrar bókunar vísar umhverfis- og framkvæmdaráð endanlegri útfærslu um gólfkóta á lóðum við Lónsleiru 1, 3, 5, 11 og 13 til afgreiðslu hjá skipulagsfulltrúa og svara erindi Tækniminjasafns Austurlands.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (PH) situr hjá.

5.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og kynnir drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Frestað til næsta fundar.

6.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings 2026

Málsnúmer 202509095Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og kynnir drög að fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings.
Frestað til næsta fundar.

7.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508030Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að breytingum á gjaldskrá um meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi.
Frestað til næsta fundar.

8.Úrgangsráð Austurlands

Málsnúmer 202509081Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað frá Austurbrú um stofnun Úrgangsráðs Austurlands. Stofnun ráðsins er í samræmi við aðgerðaráætlun Svæðisáætlunar um úrgangsmál á Austurlandi sem samþykkt var síðast liðið sumar.
Frestað til næsta fundar.

9.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings fyrir árið 2026. Hlutverk umhverfis- og framkvæmdaráðs er að rýna stefnuna í heild sem og að taka afstöðu til ábendinga heimastjórna er varða verkefni sem falla undir umhverfis- og framkvæmdamál.
Mál áfram í vinnslu.

10.Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 55,1992

Málsnúmer 202509088Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, dags. 10. september 2025. Þar er sveitarfélögum bent á áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992, ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrirfram er vitað að séu sérstaklega viðkvæm fyrir náttúruhamförum sem falla undir bótaskyldu hjá NTÍ.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?