Málsnúmer 202106146Vakta málsnúmer
Í upphafi máls vakti formaður (JB) máls á vanhæfi sínu undir málsliðnum sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands sem er lóðarhafi Lónsleiru 13, og fól varaformanni (ÞB) stjórn fundarins. JB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar ÞB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék formaður af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Fyrir liggja merkjalýsingar vegna lóða við Lónsleiru á Seyðisfirði sem unnar voru í kjölfar deiliskipulagsbreytingar svæðisins. Lagt er til að gólfkóti á byggingarlóðum við Lónsleiru verði aðlagaður að þeirri byggð sem fyrir er með það að markmiði að tryggja samræmi í ásýnd svæðisins með vísan í hverfisvernd svæðisins.
Jafnframt liggur fyrir erindi frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem óskað er eftir því að gólfkóti á Lónsleiru 13 verði 3,5 í stað 3,8 eins og lagt er til í merkjalýsingu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viðbrögðum við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna að tillögu til auglýsingar í samræmi.
Jafnframt samþykkir ráðið að skógræktaráform upp að 25ha. verði ekki leyfisskyld og skógrækt undir 200ha. sé heimil á landbúnaðarlandi.
Samþykkt samhljóða.