Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

157. fundur 18. ágúst 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi, Sigríður Kristjánsdóttir, sat fundinn undir liðum nr.1-6.
Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, sat fundinn undir liðum nr.7-8.

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur að taka til umfjöllunar einstök atriði er tengjast áframhaldandi vinnu við skipulagstillögu nýs aðalskipulags múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur stýrihóp að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

2.Deiliskipulagsbreyting, Bláargerði 32

Málsnúmer 202503104Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Suðursvæðis Egilsstaða, vegna Bláargerðis 32, lauk 16. júlí sl. án athugasemda. RARIK og HEF veitur komu á framfæri ábendingum sem teknar verða til athugunar í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um byggingarheimild, Oddi, 720

Málsnúmer 202507031Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið Odda (L157313) á Borgarfirði. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda Sæbóls (L157335) og Borgar (L157282).

Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Fráveita við Egilsstaðaflugvöll

Málsnúmer 202507073Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn, dags. 15. júlí 2025, um framkvæmdaleyfi frá HEF veitum ehf. vegna tilfærslu á fráveitulögn milli Egilsstaðaflugvallar og Eyvindarár.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform. Leyfið verði skilyrt við að frágangur nýrrar lagnaleiðar miðist við að yfirborð henti sem göngustígur.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsagnarbeiðni, Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040, Mál 1068/2025.

Málsnúmer 202508002Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni um kynningu skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 vegna breytinga á iðnaðar- og athafnasvæði við Hjallaleiru í Reyðarfirði.
Frestur til athugasemda er til og með 11. september nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsagnarbeiðni, Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040, Mál 942/2025

Málsnúmer 202507051Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni um kynningu skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 vegna breytinga er varða tjaldsvæði og íbúðabyggð á Eskifirði. Frestur til athugasemda er til og með 18. ágúst nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform um breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040.

Samþykkt samhljóða.

7.Almenningssamgöngur 2025

Málsnúmer 202405230Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Framlögð drög að vetraráætlun strætó fyrir veturinn 2025 - 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að vetraráætlun strætó fyrir veturinn 2025 - 2026.

Samþykkt samhljóða.

8.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu máls.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að afla upplýsinga um stöðu máls hjá viðkomandi ráðuneyti.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

9.Ofanflóðavarnir, Neðri-Botnar, Verkhönnun og framkvæmd

Málsnúmer 202508060Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu verkefnisins.
Fyrir liggur opnunarskýrsla og tilkynning um val og töku tilboðs, eftir örútboð vegna verkhönnunar varnargarða, frá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir afgreiðslu Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna á málinu og felur sveitarstjóra að undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

10.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu verkefna á sviðinu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?