Fara í efni

Gangnaboð og gangnaseðlar 2025

Málsnúmer 202508003

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 62. fundur - 12.08.2025

Lagðir fram gangnaseðlar fyrir gamala Djúpavogshrepp, ásamt minnisblaði um Aðalréttir og aukaréttir á sama svæði.
Heimastjórn samþykkir framlagða gangnaseðla og felur starfsmanni að fylgja eftir minnisblaði um réttir á svæðinu.
Einnig heimilar heimastjórn starfsmanni og fjallskilastjóra að gera minniháttar breytingar á framlögðum seðli gerist þess þörf, áður en hann verður sendur út.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 14.08.2025

Fyrir liggja gangnaseðlar fyrir Jökuldal austan ár og Hróarstungu, Fellin, Vellina, Eiðaþinghá, Jökuldal norðan ár og Hlíð, Hjaltastaðaþinghá og Skriðdal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðla fyrir Jökuldal austan ár og Hróarstungu, Fellin, Vellina, Eiðaþinghá, Jökuldal norðan ár og Hlíð, Hjaltastaðaþinghá og Skriðdal með fyrirvara um lítilsháttar breytingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 61. fundur - 15.08.2025

Fyrir liggur gangnaseðill 2025 fyrir Borgarfjörð til afgreiðslu. Jón Sigmar Sigmarsson fjallskilastjóri mætti á fundinn.
Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil fyrir Borgarfjörð eystra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Jón Sigmar Sigmarsson - mæting: 08:30

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 59. fundur - 15.08.2025

Fyrir liggur til samþykktar gangnaseðill fyrir Seyðisfjörð. Einnig liggur fyrir til kynningar fundagerð fjallskilanefndar dags.07.ágúst sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðla 2025 fyrir Seyðisfjörð með fyrirvara um lítilsháttar breytingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?