Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

61. fundur 15. ágúst 2025 kl. 08:30 - 11:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Gangnaboð og gangnaseðlar 2025

Málsnúmer 202508003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur gangnaseðill 2025 fyrir Borgarfjörð til afgreiðslu. Jón Sigmar Sigmarsson fjallskilastjóri mætti á fundinn.
Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil fyrir Borgarfjörð eystra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Jón Sigmar Sigmarsson - mæting: 08:30

2.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið kom Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála.
Stefán kynnti fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga Múlaþings. Aðeins ein tilnefning hefur borist og hvetur heimastjórn íbúa gamla Borgarfjarðarhrepps til að nýta sér framlengdan frest til 25. ágúst og skila inn tilnefningum á netfangið umhverfisfulltrui@mulathing.is. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:00

3.Sorphirða á Borgarfirði

Málsnúmer 202411215Vakta málsnúmer

Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála kom inn á fundinn undir þessum lið.
Í haust verður byrjað að safna fjórum úrgangsflokkum frá íbúðarhúsnæði á Borgarfirði og nágrenni: Pappa/pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi.
Dreifibréf ætti að hafa borist inn á öll heimili og verður kynningarfundur um breytingarnar haldinn miðvikudaginn, 27. ágúst kl. 17 í Fjarðarborg. Hvetur heimastjórn íbúa til að kynna sér málið vel og koma óskum um tunnustærð á framfæri í íbúagátt sveitarfélagsins fyrir 15. september. Fyrirtækjaeigendur eru einnig hvattir til að kynna sér breytingarnar vel þar sem þeir þurfa að semja sérstaklega um sorphirðu.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:30

4.Strandveiðar 2024 og 2025

Málsnúmer 202311031Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar telur strandveiðar á svæðinu hafi almennt gengið vel í ár. Hins vegar er fyrirsjáanleiki veiðanna enginn og stöðugt hringl með lagasetningar og ákvarðanir stjórnvalda. Það er með öllu óásættanlegt að stöðva veiðarnar þegar einn og hálfur mánuður er eftir af tímabilinu þegar bæði sjómenn og þeir sem höfðu ráðið fólk til að taka við afla bátanna eru að gefast upp vegna vegna sífellt brotinna loforða um meiri afla.

Heimastjórn skorar á stjórnvöld að bæta ráð sitt og tryggja fjögurra mánaða veiðitímabil á næsta ári og óskar eftir að sveitarstjórn taki málið fyrir.
Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Gjaldtaka hófst í Hafnarhólma 17. júlí og lauk 10. ágúst. Nokkrir byrjunarhnökrar eins og við var að búast á meðan verið var að stilla allt af en gekk afar vel þegar það var komið. Gott var að taka þetta stutta tímabil til að sjá hvernig þetta gengur fyrir sig og þegar gjaldtaka hefst aftur í vor verðum við búin að bregðast við þeim ábendingum sem hafa borist um hvað betur mætti fara, endurhanna sumar merkingar, leiðbeiningar og skilti.
Rúmlega 8.000 ökutæki fóru inn á stæðið á áðurgreindu tímabili og gekk innheimta vel. Sumarpassinn komst því miður ekki í gagnið fyrir sumarið en verður kominn á fyrir næsta sumar. Ákveðið hefur verið að malbika stæðið nú í lok sumars. Í haust munum við vinna áætlun um næstu viðhaldsverkefni í hólmanum.

Bræðslan var haldin í 20. sinn með glæsilegri dagskrá og höfum við ekki heyrt annað en að allt hafi gengið vel fyrir sig og gestir skemmt sér vel. Sveitarfélagið veitti Bræðslunni og Bræðslubræðrum virðingarvott í tilefni stórafmælisins með því að setja upp vegvísi að Bræðslunni við þorpsgötuna. Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri afhenti vegvísinn formlega á föstudeginum fyrir Bræðslu. Það er engum blöðum um það að fletta að Bræðslan hefur haft mjög margvísleg jákvæð áhrif á litla þorpið okkar í gegnum árin og hvorki sjálfsagt né einfalt er að halda úti svo stórum viðburði í öll þessi ár í sátt við nærsamfélagið.

Byrjað er að undirbúa lagningu nýrrar gangstéttar við þorpsgötuna og verður byrjað við Svínalækinn og að Tunguhól.

Minnt er á að brotajárnssöfnun hefst 19. ágúst á svæði 1 (Seyðisfjörður, Borgarfjörður, Jökulsárhlíð, Hróarstunga, Hjaltastaðaþinghá og Eiðaþinghá) en í framhaldi verður hirt eftir skipulagi á þriggja ára fresti. Skráningu í brotajárnssöfnun og fyrirspurnir um hana má senda á umhverfisfulltrui@mulathing.is eða hringja í síma 470-0732.

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fyrirhugaður mánudaginn 8. september 2025. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 3. september. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis til skrifstofu.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?