Fara í efni

Innsent erindi, hávaði og loftmengun frá skemmtiferðaskipum

Málsnúmer 202508184

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 163. fundur - 06.10.2025

Hafnarstjóri, yfirhafnarvörður og staðgengill hafnarstjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá fulltrúa í ráðinu, ÁMS, þar sem annars vegar er óskað eftir því að tekið verði til skoðunar að setja reglur og viðurlög við notkun kallkerfa og hátalara um borð í skemmtiferðarskipum sem liggja við höfn í sveitarfélaginu. Hins vegar er óskað eftir því að skoðað verði að setja upp mælibúnað til að fylgjast með loftmengun frá skemmtiferðarskipum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur starfsmönnum hafna að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum og kynna fyrir ráðinu þegar frekari greining liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?