Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

163. fundur 06. október 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Anna Margrét Jakobsd. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Anna Margrét J. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri, sat fundinn undir liðum nr. 1-2.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, hafnarstjóri, sat fundinn undir liðum nr. 1-6.
Eiður Ragnarsson, staðgengill hafnarstjóra, og Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður, sátu fundinn undir liðum nr. 3-6.

1.Skýrsla slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 202508120Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri sitja fundinn undir þessum lið. Farið yfir helstu verkefni á sviðinu.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Múlaþings 2026

Málsnúmer 202509095Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja fjárhags- og fjárfestingaráætlanir Slökkviliðs Múlaþings fyrir árið 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhags- og fjárfestingaráætlunum og vísar til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

3.Innsent erindi, hávaði og loftmengun frá skemmtiferðaskipum

Málsnúmer 202508184Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, yfirhafnarvörður og staðgengill hafnarstjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá fulltrúa í ráðinu, ÁMS, þar sem annars vegar er óskað eftir því að tekið verði til skoðunar að setja reglur og viðurlög við notkun kallkerfa og hátalara um borð í skemmtiferðarskipum sem liggja við höfn í sveitarfélaginu. Hins vegar er óskað eftir því að skoðað verði að setja upp mælibúnað til að fylgjast með loftmengun frá skemmtiferðarskipum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur starfsmönnum hafna að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum og kynna fyrir ráðinu þegar frekari greining liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

4.Fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2026

Málsnúmer 202509096Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, yfirhafnarvörður og staðgengill hafnarstjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að fjárfestingaráætlun og gjaldskrá hafna Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárfestingaráætlun og gjaldskrá hafna Múlaþings og vísar þeim til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

5.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502036Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, yfirhafnarvörður og staðgengill hafnarstjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur fundargerð frá 475. fundi Hafnasambands Íslands.
Jafnframt er lögð fram til kynningar skýrsla sem unnin var fyrir Hafnasamband Íslands og fjallar um fjárfestingar og framtíðaráætlanir hafna á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502036Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, yfirhafnarvörður og staðgengill hafnarstjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hafnasambands Íslands hefur boðað til 12. hafnafundar, sem haldinn verður 23. október nk. í Ólafsvík. Fyrir ráðinu liggur að skipa fulltrúa til þátttöku í fundinum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Eiður Ragnarsson, staðgengill hafnarstjóra, sitji fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Fjárfestingaráætlun 2026

Málsnúmer 202508196Vakta málsnúmer

Tekin eru fyrir að nýju drög að endurskoðaðri fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins auk umsagna frá þeim ráðum og nefndum sem tekið hafa hana til umfjöllunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tíu ára fjárfestingaráætlun 2026-2035 fyrir Múlaþing og vísar henni til byggðaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

8.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508030Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að breytingum á gjaldskrá um meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á gjaldskrá um meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi og vísar henni til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

9.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að nýju Aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045 sem sett er fram í greinargerð, forsendu- og umhverfismatsskýrslu auk skipulagsuppdrátta. Meðfylgjandi eru jafnframt ýmis fylgiskjöl og skýringaruppdrættir.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi skipulagstillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045, ásamt fylgigögnum, til sveitastjórnar til auglýsingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóma.

10.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur, aðflugsljós

Málsnúmer 202503075Vakta málsnúmer

Skipulagstillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrra aðflugsljósa var auglýst 9. júlí - 18. ágúst 2025. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar auk viðbragða við þeim. Skipulagstillagan hefur verið uppfærð með umsagnir til hliðsjónar, en henni hefur ekki verið breytt í grundvallaratriðum.
Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

11.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur, ný akbraut

Málsnúmer 202501232Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar, dags. 22. september 2025, fyrir breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrra akbrautar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsagnarbeiðni um 271. mál - Stefnur og á aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).

Málsnúmer 202504135Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um 105. mál: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála, nr. 30/2023 (stefnumörkun). Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. október nk.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

13.Úrgangsráð Austurlands

Málsnúmer 202509081Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað frá Austurbrú um stofnun Úrgangsráðs Austurlands. Stofnun ráðsins er í samræmi við aðgerðaráætlun Svæðisáætlunar um úrgangsmál á Austurlandi sem samþykkt var síðast liðið sumar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að verkefnastjóri umhverfismála sitji í ráðinu fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

14.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélag Íslands 2025

Málsnúmer 202504212Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var í lok ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

15.Boð á skipulagsdaginn 2025

Málsnúmer 202505232Vakta málsnúmer

Skipulagsdagurinn 2025 fer fram þann 23. október, kl. 9-16 í Háteig á Grandhótel og í beinu streymi.
Fagfólk, kjörnir fulltrúar og allt áhugafólk um skipulag er hvatt til að taka þátt.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?