Fara í efni

Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2025

Málsnúmer 202509020

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 63. fundur - 04.09.2025

Erla Guðný Björgvinsdóttir og Signý Ormarsdóttir koma inn á fundinn og ræða jaðarstyrki til menningarmála 2025
Heimastjórn þakkar Signýju og Elsu fyrir góða yfirferð á menningstyrkjum SSA til jaðarbyggða.
Starfsmanni falið að safna upplýsingum um möguleg styrkhæf verkefni í gamla Djúpavogshreppi og fá upplýsingar um stöðu þeirra verkefna sem hlutu styrk á síðasta ári.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Elsa Guðný Björgvinsdóttir
  • Signý Ormarsdóttir

Heimastjórn Djúpavogs - 65. fundur - 13.11.2025

Farið yfir stöðu menningastyrkja SSA til jaðarbyggða.
Heimastjórn samþykkir að veita menningarstyrk SSA 2025 til jaðarbyggða (1.000.000 kr) til Hammondhátíðar 2026, enda er um að ræða 20. árið sem Hammondhátíðin er haldin.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?