Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

63. fundur 04. september 2025 kl. 13:30 - 15:14 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2025

Málsnúmer 202509020Vakta málsnúmer

Erla Guðný Björgvinsdóttir og Signý Ormarsdóttir koma inn á fundinn og ræða jaðarstyrki til menningarmála 2025
Heimastjórn þakkar Signýju og Elsu fyrir góða yfirferð á menningstyrkjum SSA til jaðarbyggða.
Starfsmanni falið að safna upplýsingum um möguleg styrkhæf verkefni í gamla Djúpavogshreppi og fá upplýsingar um stöðu þeirra verkefna sem hlutu styrk á síðasta ári.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Elsa Guðný Björgvinsdóttir
  • Signý Ormarsdóttir

2.Fjárfestingaráætlun 2026

Málsnúmer 202508196Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárfestingaáætlun 2026
Heimastjórn bendir á að þrátt fyrir fyrri ábendingar um endurbætur á líkasmræktaraðstöðu og útisvæði, sé ekki gert ráð fyrir fjárfestingu í íþróttamiðstöð Djúpavogs. Æskilegt væri að koma inn á áætlun yfirbyggingu á sparkvelli við íþróttamiðstöðina, ásamt því endurbæta aðstöðu við Neistavöll, þar sem engin búningsaðstaða né geymsla sé fyrir áhöld og búnað sé til staðar.

Heimastjórn treystir því að þessi atriði komi inn á áætlun þegar vinna við fjárhagsáætlunargerð fer af stað í haust.

Samþykkt samhljóða.

3.Heilsársvegur um Öxi

Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer

Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár, og hafa umferðarþyngstu dagar farið nálægt 1.000.- bílum.
Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar.
Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla.
Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35%
Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf.

Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð.

Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.

Samþykkt samhljóða.

4.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur stefna Múlaþings fyrir árið 2025 um þjónustustig í byggðum Múlaþings.
Einnig liggur bókun byggðaráðs frá 12.8.2025, þar sem skrifstofustjóra er falið að hefja árlega vinnu við uppfærslu stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings í samvinnu við heimastjórnir og fagráð Múlaþings.
Heimastjórn telur mikilvægt að bætt verði inn í þjónustustefnu þeim atriðum sem talin eru upp hér að neðan:

Slökkvilið:
Að lokið verði við úrbætur á slökkvistöð Djúpavogs, utan sem innandyra ásamt frágangi á lóð.

Gatnagerð:
Að lokið verði við frágang á nýjum götum með slitlagi og að endurnýjun á eldri götum verði sett á dagskrá.

Kirkjugarðar:
Að lokið verði við stækkun á Djúpavogskirkjugarði fyrir vorið 2026

Almenningssamgöngur:
Að Djúpivogur verði tengdur öðrum byggðakjörnum með almenningssamgöngum.

Heilsuræktarstöðvar:
Að aðbúnaður í líkamsrækt í Íþróttamiðstöð Djúpavogs verði endurbættur og líkamsræktartæki endurnýjuð.

Gangstéttir, göngustígar og hjólastígar:
Komið verði á tengingu þéttbýlis og Hálsaskógar og að lagning stíga innanbæjar á Djúpavogi verði aukin, sérstaklega í tenglsum við Grunnskóla og íþróttasvæði.

Íþróttasvæði:
Endurbætur á leiksvæði við íþróttasvæðið í Blánni og uppbygging á aðstöðu fyrir knattspyrnuvöllinn.

Samþykkt samhljóða.

5.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Heimastjórn hefur borist erindi frá foreldrum nemenda í Menntaskólanum á Egilsstöðum þar sem bent er á að vel á þriðja tug ungmenna frá Djúpavogi stunda nám í vetur og einnig er nokkur hópur ungmenna sem stundar nám við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað.

Litlar sem engar almenningssamgöngur eru til og frá öðrum stöðum á Austurlandi til Djúpavogs og því geta hvorki nemendur áðurnefndra skóla, né aðrir íbúar Dúpavogs komist á milli staða nema með einkabílum.

Heimastjórn leggur til að skoðaður verði sá möguleika að koma á áætlunarferðum tvisvar í viku milli Djúpavogs og Egilsstaða svo að nemendur og aðrir íbúar þurfi ekki að treysta eingöngu á einkabílinn til að komast á milli byggðarkjarna í sveitarfélaginu.
Heimastjórn leggur til að þetta erindi verði tekið fyrir í Fjölskylduráði og Umhverfis- og framkvæmdaráði.

Starfsmanni falið að afla upplýsinga um mögulegt fyrirkomulag og kostnað við slíkt verkefni.

Samþykkt samhljóða.

6.Umhverfisþing 2025

Málsnúmer 202508087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá Umhverfis- og framkvæmdarráði varðandi umhverfisþing sem haldið verður dagana 15.-16. september í Silfurbergi í Hörpu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur alla áhugasama til að sækja fyrirhugað umhverfisþing og leggur til við heimastjórnir, sem fara með hlutverk náttúruverndarnefnda sveitarfélagsins, að tilnefna að lágmarki einn heimastjórnarfulltrúa hver til að sitja þingið, hvort heldur í fjar- eða staðfundi.
Heimastjórn mun tryggja að að minnsta kosti einn fulltrúi sitji þingið í fjarfundi.

Samþykkt samhljóða.

7.Ályktanir aðalfundar NAUST 23.ágúst 2025

Málsnúmer 202509002Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem var haldinn 23. ágúst 2025.

8.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi við Hollvinasamtök um gömlu kirkjuna, varðandi nýtingu og starfsemi í húsinu.
Heimastjórn líst vel á fyrirliggjandi drög og felur starfmanni að vinna málið áfram í samráði við sveitarstjóra og Byggðaráð.

Samþykkt samhljóða.

9.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Hitavatnsleit:
Öllum borholum var lokað í nokkrar vikur til að láta svæðið ná jafnvægi, til að fá betri mælingar. Enn er verið að vinna úr niðurstöðum mælinga. Í skoðun er að fá bor seinna í haust og vonir standa til þess að sú borun beri árangur og heitt vatn finnist í nothæfu magni.

Íþrótta og tómstundastarf:
Eftir samræmingu gjaldskráa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum sveitarfélagsins geta íbúar notað kort sín í öllum íþróttamiðstöðum óháð búsetu. Einnig geta ungmenni nýtt íþrótta og tómstundastyrk sveitarfélagsins til niðurgreiðslu á kortum í íþróttamiðstöðvar.

Djúpavogsflugvöllur:
Verið er að leggja drög að vegi meðfram flugvelli og verið er að skoða hvar sé hagkvæmast að koma honum fyrir, til að tryggja aðgengi íbúa að ströndinni yst á Búlandsnesinu.

10.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Djúpavogs verður haldinn fimmtudaginn 9. október. kl.10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 3. október á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 15:14.

Getum við bætt efni þessarar síðu?