Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer
Hitavatnsleit:
Boranir við nýja mælingaholu hófust í lok október.
Íþróttasvæðið í Blánni:
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar gengu í það nýverið að laga og endurbæta frisbígolfvöllin sem er við Þórishraun.
Búið er að grafa drenskurð á leiksvæðinu í Blánni til að reyna að þurrka það, en mögulega þarf að skoða frekari framræslu, en ekki búið að taka ákvörðun um næstu skref.
Íþróttamiðstöð:
Enn er unnið í undirbúningi við viðbætur í Íþróttamiðstöð Djúpavogs, í samvinnu umhverfis- og framkvæmdasviðs og forsvarsmanna íþróttamiðstöðvarinnar. Búið er að fjárfesta í nýjum tækjum í tækjasal en vinna er í gangi við gufubað og fleira því tengt.
Þríföslun rafmagns og ljósleiðari:
Þrífösun rafmagns í Berufirði er lokið og ljósleiðaratenging á lokametrunum.
Cittaslow sunnudagurinn:
Dagskráin í ár var lágstemmd, haldinn var nytjamarkaður í Gömlu kirkjunni og sagnakvöld í Faktorshúsinu. Voru viðburðirnir ágætlega sóttir og tókust vel.
Dagar myrkurs:
Margt var til afþreyingar fyrir Djúpavogsbúa á dögum myrkurs, alls voru um 15 viðburðir á Djúpavogi og nágrenni fyrir heimamenn og gesti.
Notó:
Húsnæði í eigu Múlaþings, Hammersminni 2b er laust og er samtal í gangi milli foreldrafélags grunnskólans og sveitarfélagsins um mögulega nýtingu á því fyrir nytjamarkað.
Samþykkt samhljóða.