Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

65. fundur 13. nóvember 2025 kl. 14:30 - 15:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Ívar Karl Hafliðason varaformaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Ekki er enn búið að ganga frá samningi við Hollvinasamtök um Gömlu kirkjuna um nýtingu og umsjón Gömlu kirkjunnar.

Sveitarstjóri og forsvarsmenn Hollvinasamtakan eru í samtali um útfærslur á samningi.

2.Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2025

Málsnúmer 202509020Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu menningastyrkja SSA til jaðarbyggða.
Heimastjórn samþykkir að veita menningarstyrk SSA 2025 til jaðarbyggða (1.000.000 kr) til Hammondhátíðar 2026, enda er um að ræða 20. árið sem Hammondhátíðin er haldin.

Samþykkt samhljóða.

3.Próftökukostnaður fjarnema

Málsnúmer 202510020Vakta málsnúmer

Tekið fyrir svar Austurbrúar við fyrirspurn heimastjórnar Djúpavogs varðandi próftökukostnað fjarnema.
Samkvæmt svari stjórnar Austurbrúar, þá sinnir Austurbrú þjónustu við háskólanema samkvæmt samningi við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið, þar sem kveðið er á um að prófaþjónusta við
háskólanema sé veitt án gjaldtöku.

Þjónusta við framhaldsskólanema fellur hins vegar undir mennta- og barnamálaráðuneytið og hefur ekki verið hluti af samningsbundnum verkefnum Austurbrúar.

Kostnaður menntaskólanema er þó bara einskiptiskostnaður, 4.000 kr á hverri önn óháð fjölda prófa.

Heimastjórn þakkar stjórn Austurbrúar fyrir skjót og greinagóð svör og hvetur þau til að taka samtal við mennta- og barnamálaráðaneytið um samning varðandi próftökukostnað framhaldsskólanema.

Samþykkt samhljóða.

4.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fundargerð Cittaslowráðs frá 14.10.2025 lögð fram til kynningar.

5.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Íbúafundur heimastjórnar, sem fresta þurfti í síðustu viku, er haldinn í dag (13.11.2025) á Hótel Framtíð kl 17:00 - 19:00

Dagskrá:

1. 10 ára fjárfestingaáætlun Múlaþings.
2. Samantekt framkvæmda í Múlaþingi 2020-2025.
3. Hafnarsjóður, rekstur og framkvæmdir á Djúpavogi.
4. Yfirlit yfir lykilverkefni og stöðu þeirra.
5. Umræður og fyrirspurnir.

6.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Hitavatnsleit:
Boranir við nýja mælingaholu hófust í lok október.

Íþróttasvæðið í Blánni:
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar gengu í það nýverið að laga og endurbæta frisbígolfvöllin sem er við Þórishraun.
Búið er að grafa drenskurð á leiksvæðinu í Blánni til að reyna að þurrka það, en mögulega þarf að skoða frekari framræslu, en ekki búið að taka ákvörðun um næstu skref.

Íþróttamiðstöð:
Enn er unnið í undirbúningi við viðbætur í Íþróttamiðstöð Djúpavogs, í samvinnu umhverfis- og framkvæmdasviðs og forsvarsmanna íþróttamiðstöðvarinnar. Búið er að fjárfesta í nýjum tækjum í tækjasal en vinna er í gangi við gufubað og fleira því tengt.

Þríföslun rafmagns og ljósleiðari:
Þrífösun rafmagns í Berufirði er lokið og ljósleiðaratenging á lokametrunum.

Cittaslow sunnudagurinn:
Dagskráin í ár var lágstemmd, haldinn var nytjamarkaður í Gömlu kirkjunni og sagnakvöld í Faktorshúsinu. Voru viðburðirnir ágætlega sóttir og tókust vel.

Dagar myrkurs:
Margt var til afþreyingar fyrir Djúpavogsbúa á dögum myrkurs, alls voru um 15 viðburðir á Djúpavogi og nágrenni fyrir heimamenn og gesti.

Notó:
Húsnæði í eigu Múlaþings, Hammersminni 2b er laust og er samtal í gangi milli foreldrafélags grunnskólans og sveitarfélagsins um mögulega nýtingu á því fyrir nytjamarkað.




7.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Djúpavogs verður haldinn fimmtudaginn 4. desember. kl.10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 28. november á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?