Fara í efni

Beiðni um fastan dagskrárlið

Málsnúmer 202509025

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 60. fundur - 10.09.2025

Þröstur Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi hefur óskað eftir að settur verði á nýr fastur liður á dagskrá sveitarstjórnar
Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:
Sveitarstjórn telur fyrirliggjandi tillögu ekki vera í samræmi við fundarsköp sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa rétt á því að mál séu tekin á dagskrá er varða sveitarfélagið en þá þarf að vera um afmarkað mál að ræða og aðrir fulltrúar þurfa að hafa tækifæri til að kynna sér efni þess máls. Mikilvægt er að sveitastjórnarmenn hafi málfrelsi á fundum og geti tjáð sig um þau mál sem þar eru til meðferðar og veitt andsvör.

Vegna ofangreindra formgalla er ekki hægt að samþykkja tillöguna óbreytta. Sveitarstjórn leggur því til að málið sé sett í vinnslu með það að markmiði að sjá hvort ná megi fram markmiðum tillögunnar með breyttu formi sem stenst lög og fundarsköp sveitarfélagsins.

Breytingartillaga Þrastar Jónssonar tekin fyrir og felld með sex atkvæðum, tveir sátu hjá (ÁHB,HHÁ) þrír kusu með (ÞJ,ES,ÁMS)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn telur fyrirliggjandi tillögu ekki vera í samræmi við fundarsköp sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa rétt á því að mál séu tekin á dagskrá er varða sveitarfélagið en þá þarf að vera um afmarkað mál að ræða og aðrir fulltrúar þurfa að hafa tækifæri til að kynna sér efni þess máls. Mikilvægt er að sveitastjórnarmenn hafi málfrelsi á fundum og geti tjáð sig um þau mál sem þar eru til meðferðar og veitt andsvör.

Sveitarstjórn leggur til að fyrirliggjandi tillögu sveitarstjórnarfulltrúa Þrastar Jónssonar sé hafnað

Samþykkt með sjö atkvæðum, fjórir sátu hjá (ÞJ,SE,ÁMS,HHÁ)

Getum við bætt efni þessarar síðu?