Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

60. fundur 10. september 2025 kl. 13:11 - 16:40 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson varamaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði

1.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar dags. 04.09.2025. Í þeirri bókun vísar heimastjórn umræðum um Fjarðarheiðargöng til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson sem lagði fram breytingatillögu, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson með andsvar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir bókun Heimastjórnar Seyðisfjarðar frá 4. sept. 2025, og bætir við eftirfarandi:
Fjarðarheiðargöng verður stærsta jarðgangnaframkvæmd hér á landi bæði hvað varðar ganga-lengd og kostnað. Því gæti ríkisvaldinu óað við að fara í framkvæmdina á þeim forsendum að aðeins sé verið að rjúfa einangrun og tryggja betur öryggi fyrir uþb. 700 manna byggð í Seyðisfirði en taka ekkert tillit til þess, að staðurinn er önnur stærsta gátt ferðamanna til Íslands. Það er því mikilvægt að árétta eftirfarandi:
- Þjóðhagslegt tækifæri til kröftugrar atvinnu uppbyggingar á svæði utan eldvirkni með nægu landrými þar sem tengja má saman öfluga vannýtta innviði; alþjóðaflugvöll (EGS), útflutningshöfn á Seyðisfirði og orku-afhendingu við Eyvindarár-tengivirki, þar sem bráðlega verður hægt að afhenda allt að 50 MW af raforku, auk væntanlegs jarðvarma frá borsvæði í Eiðaþinghá.
- Að sveitarstjórn Múlaþings endurskoði aðalskipulagsbreytingu sína vegna leiðarvals frá göngum Héraðs megin svo betur megi samnýta ofangreinda innviði (1.) og styrkja svæðið utan Eyvindarár til atvinnuuppbyggingar og tengingar við núverandi Egilsstaði með brú neðarlega yfir Eyvindará.
- Að sveitarstjórn Múlaþings og ríki leiti samstarfs einkaaðila um uppbyggingarverkefni á svæðinu í ljósi einstakra innviða og landrýmis hér á landi utan eldvirks svæðis, sem mótvægis-svæði við SV-horn landsins.
- Lögð verði áherslu á uppbyggðan heilsársveg yfir Öxi sem mundi enn frekar auka þjóðhagslegan ávinning og notagildi ofangreindra innviða með Fjarðarheiðargöngum. Öxi styttir vegalengdina Djúpivogur-Egilsstaðir um 67 km.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ítreka fyrri beiðni um fund með forsætisráðherra vegna málsins og senda bókunina á innviðaráðherra.

Breytingartillaga Þrastar lögð fyrir og felld með átta atkvæðum, tveir sátu hjá (ÁMS,HHÁ) og einn kaus með (ÞJ).


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn tekur undir bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar þar sem lögð er áhersla á að ríkisvaldið standi við fyrirheit um fjármögnun þeirra samgönguúrbóta sem eru í gildandi samgönguáætlun og eru í samræmi við ályktanir SSA undanfarin áratug og Svæðisskipulag Austurlands 2022 - 2044.

Áratugum saman hefur legið fyrir að leysa þurfi óöruggar og ótryggar samgöngur til og frá Seyðisfirði með jarðgöngum en Vegagerðin hefur lýst því yfir að ekki verði hægt að endurbyggja veginn yfir Fjarðarheiði vegna bratta og tíðra lokana að vetrarlagi. Í samgönguáætlun fyrir árin 2011- 2022 er samþykkt að fara í göng til Seyðisfjarðar undir Fjarðarheiði og hefur framkvæmdin verið á samgönguáætlun síðan þá enda eru göngin fullhönnuð og tilbúin í útboð.
Kallað hefur verið eftir samgönguúrbótum með hringtengingu á miðsvæði Austurlands sem rýfur vetrareinangrun byggðalaga og tryggir ávallt öruggar samgöngur meðal annars þegar hættuástand skapast vegna ofanflóða. Eingöngu með hringtengingu samgangna verður fjölkjarnasamfélagið Austurland að einu atvinnu- og þjónustusvæði sem getur vaxið áfram á eigin forsendum og verðleikum.

Sveitarstjórn Múlaþings leggur þunga áherslu á að framkvæmdir hefjist við Fjarðarheiðargöng sem fyrst og að samhliða fari fram rannsóknir og hönnun ganga frá Seyðisfirði um Mjóafjörð til Norðfjarðar líkt og er á gildandi framkvæmdahluta samgönguáætlunar. Sú samgönguáætlun var samþykkt samhljóða 2020 og er í samræmi við bókun meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis við samþykkt hennar.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ítreka fyrri beiðni um fund með forsætisráðherra vegna málsins og senda bókunina á innviðaráðherra.

Samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum, einn sat hjá(ÞJ)


2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fjölskylduráðs dags. 19.08.2025. er varðar gjaldskrár tónlistaskólana í Múlaþingi, skólaárið 2025-2026. Um 2.5% hækkun er að ræða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir tónlistarskólana í Múlaþingi fyrir skólaárið 2025 - 2026.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni um fastan dagskrárlið

Málsnúmer 202509025Vakta málsnúmer

Þröstur Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi hefur óskað eftir að settur verði á nýr fastur liður á dagskrá sveitarstjórnar
Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:
Sveitarstjórn telur fyrirliggjandi tillögu ekki vera í samræmi við fundarsköp sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa rétt á því að mál séu tekin á dagskrá er varða sveitarfélagið en þá þarf að vera um afmarkað mál að ræða og aðrir fulltrúar þurfa að hafa tækifæri til að kynna sér efni þess máls. Mikilvægt er að sveitastjórnarmenn hafi málfrelsi á fundum og geti tjáð sig um þau mál sem þar eru til meðferðar og veitt andsvör.

Vegna ofangreindra formgalla er ekki hægt að samþykkja tillöguna óbreytta. Sveitarstjórn leggur því til að málið sé sett í vinnslu með það að markmiði að sjá hvort ná megi fram markmiðum tillögunnar með breyttu formi sem stenst lög og fundarsköp sveitarfélagsins.

Breytingartillaga Þrastar Jónssonar tekin fyrir og felld með sex atkvæðum, tveir sátu hjá (ÁHB,HHÁ) þrír kusu með (ÞJ,ES,ÁMS)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn telur fyrirliggjandi tillögu ekki vera í samræmi við fundarsköp sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfulltrúar hafa rétt á því að mál séu tekin á dagskrá er varða sveitarfélagið en þá þarf að vera um afmarkað mál að ræða og aðrir fulltrúar þurfa að hafa tækifæri til að kynna sér efni þess máls. Mikilvægt er að sveitastjórnarmenn hafi málfrelsi á fundum og geti tjáð sig um þau mál sem þar eru til meðferðar og veitt andsvör.

Sveitarstjórn leggur til að fyrirliggjandi tillögu sveitarstjórnarfulltrúa Þrastar Jónssonar sé hafnað

Samþykkt með sjö atkvæðum, fjórir sátu hjá (ÞJ,SE,ÁMS,HHÁ)

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 22. ágúst 2025, frá Rögnu S. Óskarsdóttur þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í heimastjórnar Borgarfjarðar vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu.
Til máls tóku: Eyþór Stefánsson og Jónína Brynjólfsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir lausn Rögnu S. Óskarsdóttur frá störfum í heimastjórn Borgarfjarðar og þakkar henni fyrir vel unnin störf. Elísabet Sveinsdóttir sem verið hefur varamaður verður aðalmaður í heimastjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að Jón Sigmar Sigmarsson taki sæti sem varamaður í heimastjórn Borgarfjarðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Heimastjórn Djúpavogs - 62

Málsnúmer 2508003FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Djúpavogs dags. 12.08.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 7, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, til andsvara kom Ásrún Mjöll Stefánsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

6.Heimastjórn Djúpavogs - 63

Málsnúmer 2508024FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Djúpavogs dags. 04.09.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 3, Þröstur Jónsson, Ásdís Hafrún Benediksdóttir, Berglind Harpa Stefánsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson. Vegna liðar 5, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir.

Lagt fram til kynningar

7.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 62

Málsnúmer 2508018FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Fljótsdalshéraðs dags. 04.09.2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 60

Málsnúmer 2508023FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Seyðisfjarðar dags. 04.09.2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Byggðaráð Múlaþings - 156

Málsnúmer 2506004FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 18.06.2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Byggðaráð Múlaþings - 157

Málsnúmer 2506011FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 24.06.2025.
Lagt fram til kynningar.

11.Byggðaráð Múlaþings - 158

Málsnúmer 2506016FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 01.07.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 6, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, til andsvara Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

12.Byggðaráð Múlaþings - 159

Málsnúmer 2507001FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 15.07.2025.
Lagt fram til kynningar.

13.Byggðaráð Múlaþings - 160

Málsnúmer 2507007FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 22.07.2025.
Lagt fram til kynningar.

14.Byggðaráð Múlaþings - 161

Málsnúmer 2508002FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 12.08.2025.
Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 162

Málsnúmer 2508013FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 26.08.2025.
Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 163

Málsnúmer 2508021FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 02.09.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 6, Eyþór Stefánsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Stefánsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 157

Málsnúmer 2508010FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis-og framkvæmdaráðs dags. 18.08.2025.
Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 158

Málsnúmer 2508015FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis-og framkvæmdaráðs dags. 25.08.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 3, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 159

Málsnúmer 2508022FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis-og framkvæmdaráðs dags. 01.09.2025.
Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 137

Málsnúmer 2508005FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 12.08.2025.
Lagt fram til kynningar.

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 138

Málsnúmer 2508011FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 19.08.2025.
Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 139

Málsnúmer 2508017FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 26.08.2025.
Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 140

Málsnúmer 2508025FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 02.09.2025.
Lagt fram til kynningar.

24.Ungmennaráð Múlaþings - 40

Málsnúmer 2505019FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð ungmennaráðs dags. 11.06.2025.
Lagt fram til kynningar.

25.Ungmennaráð Múlaþings - 41

Málsnúmer 2509001FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð ungmennaráðs dags. 04.09.2025.
Lagt fram til kynningar.

26.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Skrifstofustjóri í fjarveru sveitarstjóra fór yfir og kynnti helstu mál sem sveitarstjóri hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?