Fara í efni

Úrgangsráð Austurlands

Málsnúmer 202509081

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 161. fundur - 22.09.2025

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað frá Austurbrú um stofnun Úrgangsráðs Austurlands. Stofnun ráðsins er í samræmi við aðgerðaráætlun Svæðisáætlunar um úrgangsmál á Austurlandi sem samþykkt var síðast liðið sumar.
Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 163. fundur - 06.10.2025

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað frá Austurbrú um stofnun Úrgangsráðs Austurlands. Stofnun ráðsins er í samræmi við aðgerðaráætlun Svæðisáætlunar um úrgangsmál á Austurlandi sem samþykkt var síðast liðið sumar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að verkefnastjóri umhverfismála sitji í ráðinu fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?