Fara í efni

Fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2026

Málsnúmer 202509096

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 162. fundur - 29.09.2025

Fjármálastjóri, hafnarstjóri og staðgengill hafnarstjóra sitja fundinn undir þessum lið og kynna drög að fjárhags- og fjárfestingaráætlunum Hafna Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn. Fjárfestingaráætlun er áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 163. fundur - 06.10.2025

Hafnarstjóri, yfirhafnarvörður og staðgengill hafnarstjóra sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að fjárfestingaráætlun og gjaldskrá hafna Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárfestingaráætlun og gjaldskrá hafna Múlaþings og vísar þeim til staðfestingar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?