Fara í efni

Beiðni Rekstrarfélags Hattar vegna yfirtöku á rekstri Fellavallar

Málsnúmer 202509180

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 143. fundur - 21.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Rekstrarfélagi Hattar dagsett 31. júlí 2025 vegna beiðni þeirra á yfirtöku á rekstri Fellavallar.
Málið áfram í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 146. fundur - 18.11.2025

Fyrir liggur erindi frá Rekstrarfélagi Hattar, dagsett 31. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að það taki yfir hluta af rekstri Fellavallar. Málið var áður tekið fyrir 21. október 2025 og var þá óskað eftir nánari gögnum, sem liggja núna fyrir í minnisblaði.
Fjölskylduráð þakkar fyrir framlagt erindi og þau gögn sem nú hafa verið lögð fram. Að svo stöddu hafnar ráðið beiðninni. Ráðið telur að sveitarfélagið hafi byggt upp trausta þekkingu og reynslu í rekstri og umhirðu íþróttavalla og að fyrirliggjandi kostnaðarþættir í tillögunni séu umfram það sem þykir hæfilegt á þessu stigi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?