Fara í efni

Breyting á lóð, Borgarfjörður, Sæból

Málsnúmer 202509207

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 168. fundur - 24.11.2025

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá fasteignaeigendum Sæbóls á Borgarfirði í tengslum við staðfestingu lóðamarka.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en bendir á að engar heimildir liggi fyrir um samkomulag frá árinu 1990 um stækkun lóðarinnar til norðvesturs.
Fyrirliggjandi drög að hnitsettri afmörkun beggja lóða (Sæból og Sæból/bílskúr) tryggja bæði aðkomu lóðarhafa að fasteignum sínum og gera jafnframt ráð fyrir mögulegri nýtingu á óbyggðum hluta lóðar Búðarinnar (L157316). Þá er ekki fyrirhugað að loka aðgengi lóðarhafa að bílskúrslóð frá norðvestri.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 64. fundur - 04.12.2025

Erindi barst frá Önnu Hannesdóttur 30. október síðastiliðinn vegna breytinga á lóðinni Sæbóli á Borgarfirði.

Heimastjórn þakkar fyrir erindið en bendir á að umhverfis- og framkvæmdaráð fer með lóðamál í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð bókaði á fundi sínum 24. nóvember síðastliðinn:

Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en bendir á að engar heimildir liggi fyrir um samkomulag frá árinu 1990 um stækkun lóðarinnar til norðvesturs.
Fyrirliggjandi drög að hnitsettri afmörkun beggja lóða (Sæból og Sæból/bílskúr) tryggja bæði aðkomu lóðarhafa að fasteignum sínum og gera jafnframt ráð fyrir mögulegri nýtingu á óbyggðum hluta lóðar Búðarinnar (L157316). Þá er ekki fyrirhugað að loka aðgengi lóðarhafa að bílskúrslóð frá norðvestri.

Heimastjórn hvetur lóðarhafa til að vinna málið áfram með umhverfis- og framkvæmdasviði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?