Fara í efni

Próftökukostnaður fjarnema

Málsnúmer 202510020

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 64. fundur - 09.10.2025

Erindi frá Kára Valtingojer um próftökukostnað fjarnema.
Heimastjórn telur það hamlandi og ganga gegn jafnræðisreglu hversu hár umræddur kostnaður getur verið og það letji ungmenni sem vilja dvelja í heimahúsum og afla sé menntunar í fjarnámi til aukinnar menntunar í gegnum fjarnám.
Heimastjórn vill beina því til stjórnar Austurbrúar að að fella þetta gjald niður, enda sé starfstöð Austurbrúar á Djúpavogi og ætti að líta á þetta sem hluta af hinu opinbera menntakerfi.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 65. fundur - 13.11.2025

Tekið fyrir svar Austurbrúar við fyrirspurn heimastjórnar Djúpavogs varðandi próftökukostnað fjarnema.
Samkvæmt svari stjórnar Austurbrúar, þá sinnir Austurbrú þjónustu við háskólanema samkvæmt samningi við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið, þar sem kveðið er á um að prófaþjónusta við
háskólanema sé veitt án gjaldtöku.

Þjónusta við framhaldsskólanema fellur hins vegar undir mennta- og barnamálaráðuneytið og hefur ekki verið hluti af samningsbundnum verkefnum Austurbrúar.

Kostnaður menntaskólanema er þó bara einskiptiskostnaður, 4.000 kr á hverri önn óháð fjölda prófa.

Heimastjórn þakkar stjórn Austurbrúar fyrir skjót og greinagóð svör og hvetur þau til að taka samtal við mennta- og barnamálaráðaneytið um samning varðandi próftökukostnað framhaldsskólanema.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?