Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer
Hitavatnsleit:
Gert er ráð fyrir því að boruð verði ein tilraunahola til viðbótar við þær sem fyrir eru. Ætti borun að hefjast í október.
Skemmtiferðaskip:
Alls komu 57 skip til Djúpavogs á nýliðnu sumri, farþegar voru rúmlega 31.000 og áhafnir um 17.000. Á næsta ári eru bókuð 54 skip.
Slökkvistöð:
Frágangur á fyrsta áfanga í endurbótum á slökkvistöð er á lokametrunum.
Cittaslow:
Cittaslow "sunnudagurinn" var haldin síðustu helgi í september. Settur var upp nytjamarkaður í Gömlu kirkjunni og haldið var ljóða- og upplestrarkvöld í Faktorshúsinu.
Viðtalstímar á Djúpavogi:
Hægt verður að bóka viðtalstíma hjá nokkrum stjórnendum Múlaþings í Geysi þann 14 okt. næstkomandi milli kl 10:00 og 14:00
Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri, Alda Marin Kristinsdóttir verkefnastjóri atvinnumála, Elda Guðný Björgvinsdóttir deildarstjóri menningarmála og Heiða Ingimarstóttir verkefnastjóri upplýsinga og kynningarmála verða til skrafs og ráðagerða.
Eins og kemur fram í framlagðri skýrslu um bókasöfnin þá er húsnæði bókasafnsins á Djúpavogi sé óviðunandi, aðgengi sé slæmt og opnunartími mjög takmarkaður.
Heimastjórn telur nauðsynlegt sé að finna bókasafninu nýjan og betri stað.
Samþykkt samhljóða.