Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

64. fundur 09. október 2025 kl. 08:30 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Almenningsbókasöfn í Múlaþingi

Málsnúmer 202506266Vakta málsnúmer

Fyrir liggja um tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi. Málið var á dagskrá byggðaráðs 16. september síðastliðinn. Á fundinn undir þessum lið mætir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála og kynnir tillögurnar.
Heimastjórn þakkar fyrir góða yfirferð á málefnum bókasafna í Múlaþingi.
Eins og kemur fram í framlagðri skýrslu um bókasöfnin þá er húsnæði bókasafnsins á Djúpavogi sé óviðunandi, aðgengi sé slæmt og opnunartími mjög takmarkaður.
Heimastjórn telur nauðsynlegt sé að finna bókasafninu nýjan og betri stað.

Samþykkt samhljóða.

2.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Eftir erindi sem barst frá foreldsrum ungmenna sem stunda nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum tók starfsmaður heimastjórnar Djúpavogs saman minnisblað um mögulegan kostnað við 2 ferðir í viku milli Egilsstaða og Djúpavogs.
Heimastjórn beinir því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs að komið verði á föstum ferðum milli Djúpavogs og Egilsstaða tvisvar í viku miðað við þarfir framhaldsskólanema. Hægt væri til að byrja með, að hafa þessar ferðir í tilraunaskyni, fram að áramótum 2025

Samþykkt samhljóða.

3.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Umferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en nýliðið sumar og stefnir í að það verði vel yfir 100.000 bílar á árinu 2025. Í ljósi þess hve fjölfarinn vegurinn er þykir heimstjórn það einsýnt að setja þurfi fasta ruðningsdaga á veginn í vetur og taka hann af G-reglu Vegagerðarinnar.

Vetrarþjónusta á Öxi hefur verið mjög takmörkuð undanfarin ár. Í ljósi síaukinnar umferðar telur heimastjórn að koma ætti á föstum ruðningsdögum a.m.k. 2 daga í viku í vetur.
Einnig vill heimastjórn benda á að síðastliðinn vetur hafi vegurinn verið lokaður mjög fáa daga og ef ákvarðanataka um ruðning hefði verið markvissari hefðu dagarnir verið enn færri.

Heimastjórn beinir því til sveitastjórnar að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

4.Próftökukostnaður fjarnema

Málsnúmer 202510020Vakta málsnúmer

Erindi frá Kára Valtingojer um próftökukostnað fjarnema.
Heimastjórn telur það hamlandi og ganga gegn jafnræðisreglu hversu hár umræddur kostnaður getur verið og það letji ungmenni sem vilja dvelja í heimahúsum og afla sé menntunar í fjarnámi til aukinnar menntunar í gegnum fjarnám.
Heimastjórn vill beina því til stjórnar Austurbrúar að að fella þetta gjald niður, enda sé starfstöð Austurbrúar á Djúpavogi og ætti að líta á þetta sem hluta af hinu opinbera menntakerfi.

Samþykkt samhljóða.

5.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

6.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Heimastjórn boðar til íbúafundar fimmtudaginn 5. nóv. Fundurinn verður með óformlegum hætti og er hugmyndin að taka spjall við íbúa um málefni Djúpavogs.

7.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Hitavatnsleit:
Gert er ráð fyrir því að boruð verði ein tilraunahola til viðbótar við þær sem fyrir eru. Ætti borun að hefjast í október.

Skemmtiferðaskip:
Alls komu 57 skip til Djúpavogs á nýliðnu sumri, farþegar voru rúmlega 31.000 og áhafnir um 17.000. Á næsta ári eru bókuð 54 skip.

Slökkvistöð:
Frágangur á fyrsta áfanga í endurbótum á slökkvistöð er á lokametrunum.

Cittaslow:
Cittaslow "sunnudagurinn" var haldin síðustu helgi í september. Settur var upp nytjamarkaður í Gömlu kirkjunni og haldið var ljóða- og upplestrarkvöld í Faktorshúsinu.

Viðtalstímar á Djúpavogi:
Hægt verður að bóka viðtalstíma hjá nokkrum stjórnendum Múlaþings í Geysi þann 14 okt. næstkomandi milli kl 10:00 og 14:00
Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri, Alda Marin Kristinsdóttir verkefnastjóri atvinnumála, Elda Guðný Björgvinsdóttir deildarstjóri menningarmála og Heiða Ingimarstóttir verkefnastjóri upplýsinga og kynningarmála verða til skrafs og ráðagerða.

8.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Djúpavogs verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember. kl.10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 3. október á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?