Fara í efni

Ósk um hækkun framlags til Íþróttafélagsins Hattar

Málsnúmer 202510128

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 146. fundur - 18.11.2025

Fyrir liggja tvö erindi frá Jóhanni Halldóri Harðarsyni, fyrir hönd Íþróttafélagsins Hattar, fyrra dagsett 25. september 2025 og seinna dagsett 11. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir auknum fjárhagslegum stuðningi og eflingu samstarfs. Seinna erindið er beiðni sem tekur meðal annars til fjármögnunar starfs framkvæmdsastjóra og endurskoðun á samningum félagsins við sveitarfélagið.
Fjölskylduráð þakkar kærlega fyrir erindin. Ráðið áréttar mikilvægi þess starfs sem unnið er innan Íþróttfélagins Hattar og þess forvarnarhlutverks sem skipulagt íþróttastarf gegnir. Fjölskylduráð samþykkir að veit Íþróttafélaginu Hetti styrk upp á 12.000.000 kr. til að mæta kostnaði vegna framkvæmdarstjóra. Að auki telur ráðið tímabært að endurskoða samninga sveitarfélagsins við íþróttafélögin með gagnsæi, skýrara verklagi og áframhaldandi öflugu samstarfi að leiðarljósi.
Málinu er vísað til byggðaráðs í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Jóhann Halldór Harðarson

Byggðaráð Múlaþings - 171. fundur - 25.11.2025

Fyrir liggur bókun fjölskylduráðs dags. 18.11. sl. þar sem ráðið samþykkir að veita Íþróttafélaginu Hetti styrk upp á 12.000.000 kr. til að mæta kostnaði vegna framkvæmdarstjóra. Að auki telur ráðið tímabært að farið verði í að endurskoða samninga við íþróttafélög sveitarfélagsins. Vísað til byggðaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að hækka framlag til íþróttamála hjá Múlaþingi um 15.000.000 kr. annars vegar til að mæta kostnaði vegna framkvæmdarstjóra hjá Hetti og hins vegar vegna vinnu við endurskoðun samninga við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Fjármálastjóra falið að vinna þessar forsendur inn í fjárhagsáætlun næsta árs og færist svo á liði: 12.000.000 kr. á 06822 Framlag til Hattar og 3.000.000 kr. á 06892 Önnur framlög.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?