Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

171. fundur 25. nóvember 2025 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029, sem vísað var frá sveitarstjórn til seinni umræðu í byggðaráði.
Málið áfram í vinnslu

3.Fasteignir í Múlaþingi

Málsnúmer 202511191Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá fjármálastjóra, framkvæmda- og umhverfismálastjóra og félagsmálastjóra vegna fasteigna í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna aukins framboðs á húsnæði sveitarfélagsins með stofnframlögum samþykkir byggðaráð eftirfarandi ráðstafanir varðandi eignir í Múlaþingi:
- Samþykkt að haldið verði áfram að selja íbúðir í Hamrabakka á Seyðisfirði eftir því sem þær losna.
- Samþykkt verði að allt að fjórar íbúðir á Múlavegi á Seyðisfirði verði skilgreindar sem félagslegt húsnæði.
- Samþykkt að selja einbýlishúsið í Brúarási þegar það losnar.
- Samþykkt að ein íbúð í Brúarási verði skilgreind sem félagslegt húsnæði.
- Samþykkt að selja Miðgarð 3a á Egilsstöðum þegar hún losnar.
- Samþykkt að selja tvær íbúðir í Útgarði 6 á Egilsstöðum þegar þær losna.
- Samþykkt að selja íbúð í parhúsi að Víkurnesi á Borgarfirði þegar hún losnar.
- Samþykkt að kanna fýsileika þess að flytja hluta eða allar íbúðir sveitarfélagsins yfir í óhagnaðardrifið leigufélag eins og Bríeti eða Brák.
- Samþykkt að fara í nánari greiningu á áhrifum hækkunar leiguverðs í íbúðum sveitarfélagsins svo það sé sambærilegt við almennt leiguverð.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að fylgja þessum málum eftir.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (HHÁ)

4.Atvinnumál í Múlaþingi

Málsnúmer 202209001Vakta málsnúmer

Inn á fundinn kom Urður Gunnarsdóttir frá Austurbrú og kynnti niðurstöður hvatasjóðsverkefnis á Seyðisfirði.
Lagt fram til kynningar.

5.Þjónustumiðstöð, Djúpavogi

Málsnúmer 202504136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar á Djúpavogi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna möguleg kaup sveitarfélagsins á húsnæðinu Mörk 12 og 14 á Djúpavogi. Málið kemur aftur fyrir byggðaráð þegar gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


6.Ósk um hækkun framlags til Íþróttafélagsins Hattar

Málsnúmer 202510128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fjölskylduráðs dags. 18.11. sl. þar sem ráðið samþykkir að veita Íþróttafélaginu Hetti styrk upp á 12.000.000 kr. til að mæta kostnaði vegna framkvæmdarstjóra. Að auki telur ráðið tímabært að farið verði í að endurskoða samninga við íþróttafélög sveitarfélagsins. Vísað til byggðaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að hækka framlag til íþróttamála hjá Múlaþingi um 15.000.000 kr. annars vegar til að mæta kostnaði vegna framkvæmdarstjóra hjá Hetti og hins vegar vegna vinnu við endurskoðun samninga við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Fjármálastjóra falið að vinna þessar forsendur inn í fjárhagsáætlun næsta árs og færist svo á liði: 12.000.000 kr. á 06822 Framlag til Hattar og 3.000.000 kr. á 06892 Önnur framlög.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


7.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2025

Málsnúmer 202511163Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boð á aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður þriðjudaginn 2. desember nk. kl. 15:00 í Austrasalnum, Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Vilhjálmur Jónsson mæti sem fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfund Héraðsskjalasafns Austurlands, sem haldinn verður þriðjudaginn 02. desember nk. í Austrasalnum, Tjarnabraut 19 á Egilsstöðum, og fari með atkvæði Múlaþings. Jafnframt samþykkir byggðaráð að Þröstur Jónsson verði varamaður og mæti á aðalfundinn eigi aðalmaður þess ekki kost.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS 2025

Málsnúmer 202501154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum dags. 24.09.2025.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?