Fara í efni

Hraðhleðslustöðvar á Borgarfirði

Málsnúmer 202510167

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 64. fundur - 04.12.2025

Fyrir liggur bréf frá Degi Skírni Óðinssyni, dagsett 14. október 2025 með hvatningu um að sett verði upp hraðhleðslustöð fyrir rafbíla á Borgarfirði.
Heimastjórn þakkar Degi erindið og tekur undir ábendingar um þörfina fyrir hraðhleðslustöð á Borgarfirði. Áður hefur verið rætt að finna framtíðarstaðsetningu fyrir eldsneytisafgreiðslu og bílaþvottaplan. Heimastjórn telur fýsilegt að þetta verði skoðað heildstætt og samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?