Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

170. fundur 15. desember 2025 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Anna Margrét Jakobsd. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Hafnarstjóri, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sat fundinn undir lið 1.

Verkefnastjóri skipulagsmála, Sóley Valdimarsdóttir, sat fundinn undir liðum 2.-5. og 8.

Verkefnastjóri framkvæmdamála, Rúnar Matthíasson, sat fundinn undir lið 6.

Fræðslustjóri, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, sat fundinn undir lið 6.-7.

Verkefnastjóri umhverfismála, Stefán Aspar Stefánsson, sat fundinn undir lið 7.

Verkefnastjóri framkvæmdamála, Vordís Svala Jónsdóttir, og byggingarstjóri í Fjarðarborg, Jón Grétar Traustason, sátu fundinn undir lið 9.

1.Skýrsla hafnastjóra

Málsnúmer 202508119Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar Þingskjal 477, frá 157. löggjafarþingi 2025-2026, Nefndarálit með breytingartillögu.
Lagt fram til kynningar.

2.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur, ný akbraut

Málsnúmer 202501232Vakta málsnúmer

Skipulagstillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrrar akbrautar var auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga með athugasemdafresti til og með 1. desember 2025. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma. Skipulagstillagan hefur verið uppfærð með umsagnir til hliðsjónar, en henni hefur ekki verið breytt í grundvallaratriðum.
Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum, vegtenging

Málsnúmer 202412073Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu deiliskipulagsbreytinga við Unalæk á Völlum lauk 1.desember sl. Grenndarkynnt var fyrir fasteignaeigendum að Álfagötu 1 (L238316), Álfagötu 2 (L238319) og Álfagötu 4 (L238323). Engar athugasemdir bárust.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Álfagata 4

Málsnúmer 202512037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum á lóðinni Álfagötu 4(L238323) sem tilheyrir íbúðabyggð í landi Unalækjar á Völlum. Fyrirhugað er að reisa á lóðinni, til viðbótar við 200 m2 íbúðarhús, 160 m2 verkfærageymslu og 50m2 gestahús.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að fyrirhuguð áform um uppbyggingu við Álfagötu 4 geti talist frávik frá skipulagsskilmálum. Ráðið heimilar málsaðila að leggja fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um lóð, Lónsleira 1

Málsnúmer 202507142Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur beiðni um niðurfellingu lóða- og gatangerðargjalda fyrir lóðina Lónsleiru 1 (L235561) á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðargjalda að hluta fyrir lóðina að Lónsleiru 1. Málsaðila er þá gert að greiða mismun á umræddum gjöldum frá áður úthlutaðri lóð við Oddagötu 4 og Lónsleiru 1.

Samþykkt samhljóða.

6.Erindi, beiðni um úrbætur útileiktækja leikskólans á Seyðisfirði

Málsnúmer 202511169Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð vísar til umhverfis- og framkvæmdaráðs, erindi er varðar úrbætur á leiktækjum á útisvæði leikskólans á Seyðisfirði. Fjölskylduráði barst bréf frá foreldrafélagi leikskólans á Seyðisfirði, og vísar erindinu til afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra framkvæmda að vinna áætlun sem tekur mið af skipulögðu viðhaldi, endurnýjun og nýframkvæmdum, með tilliti til leiksvæða við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Starfsmönnum er einnig falið að fara í úrbætur í samræmi við ábendingar frá HAUST. Málið er í vinnslu og verður lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð að nýju þegar drög að áætlun liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

7.Erindi, akstur í félagsmiðstöð fyrir ungmenni í Fellabæ

Málsnúmer 202511268Vakta málsnúmer

Fjölskyluráði barst erindi frá Jóhanni Hjalta Þorsteinssyni, dags. 25. nóv sl., er varðar akstur ungmenna í Fellabæ í félagsmiðstöðin Nýjung á Egilsstöðum. Fjölskylduráð beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka afstöðu til þess að endurvekja almenningssamgöngur í þéttbýli í takt við opnun félagsmiðstöðvarinnar Nýungar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið. Ráðið vísar málinu aftur til Fjölskylduráðs til nánari skoðunar, með tilliti til meðfylgjandi minnisblaðs.

Samþykkt samhljóða.

8.Hraðhleðslustöðvar á Borgarfirði

Málsnúmer 202510167Vakta málsnúmer

Á 64. fundi heimastjórnar á Borgarfirði, þann 4. des. var til umræðu erindi, dags. 14.10.2025, sem hvetur til uppsetningu á hraðhleðslustöð í firðinum.
Heimastjórn vísaði erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari vinnslu
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdarráð hvetur áhugasama rekstraraðila að hraðhleðslustöðvum að setja sig í samband við framkvæmda- og umhverfismálastjóra sem getur veitt nánari upplýsingar um möguleg svæði fyrir slíka starfsemi.

Samþykkt samhljóða.

9.Útboð, Fjarðarborg, frágangur utanhús og breytingar á burðarvirki.

Málsnúmer 202312183Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála ásamt byggingarstjóra í Fjarðarborg, fara yfir og kynna framgang framkvæmda í Fjarðarborg fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Jón Grétar Traustason - mæting: 10:31

10.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu af vegaskrá - Víðilækjarvegur

Málsnúmer 202511215Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar tilkynning frá Vegargerðinni. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og hefur það hlutverk skv. 7.gr. vegalaga nr. 80/2007, að halda vegaskrá sem er skrá yfir alla þjóðvegi.
Lagt fram til kynningar.

11.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu af vegaskrá - Hlauphólavegur

Málsnúmer 202511216Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar tilkynning frá Vegargerðinni. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og hefur það hlutverk skv. 7.gr. vegalaga nr. 80/2007, að halda vegaskrá sem er skrá yfir alla þjóðvegi.
Lagt fram til kynningar.

12.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu af vegaskrá - Gilsvegur

Málsnúmer 202511217Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar tilkynning frá Vegargerðinni. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og hefur það hlutverk skv. 7.gr. vegalaga nr. 80/2007, að halda vegaskrá sem er skrá yfir alla þjóðvegi.
Lagt fram til kynningar.

13.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu af vegaskrá - Hvannárvegur

Málsnúmer 202511218Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar tilkynning frá Vegargerðinni. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og hefur það hlutverk skv. 7.gr. vegalaga nr. 80/2007, að halda vegaskrá sem er skrá yfir alla þjóðvegi.
Lagt fram til kynningar.

14.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu af vegaskrá - Kleppjárnsstaðavegur

Málsnúmer 202511219Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar tilkynning frá Vegargerðinni. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega og hefur það hlutverk skv. 7.gr. vegalaga nr. 80/2007, að halda vegaskrá sem er skrá yfir alla þjóðvegi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?