Fara í efni

Framtíðaruppbygging Íþróttamiðstöðvar á Egilsstöðum

Málsnúmer 202511028

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 168. fundur - 24.11.2025

Fyrir liggja drög að erindisbréfi starfshóps fyrir framtíðaruppbyggingu Íþróttamiðstöðvar á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Málinu er vísað til umfjöllunar hjá fjölskylduráði.

Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 147. fundur - 25.11.2025

Fyrir liggur erindisbréf fyrir starfshóp um skipulag framtíðaruppbyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Í erindisbréfinu er m.a. óskað eftir því að fjölskylduráð tilnefni fulltrúa í starfshópinn.
Fulltrúar fjölskylduráðs í starfshópnum verða Sigurður Gunnarsson og Eyþór Stefánsson og til vara Björg Eyþórsdóttir og Jóhann Hjalti Þorsteinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 169. fundur - 01.12.2025

Tekið er fyrir að nýju erindisbréfi fyrir starfshóp um framtíðaruppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Í kjölfar þess að fjölskylduráð hefur skipað fulltrúa í starfshópinn, liggur fyrir ráðinu að skipa einn fulltrúa og annan til vara sem og að skipa formann starfshópsins úr hópi fulltrúa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi erindisbréf og skipar starfshópinn eftirfarandi:
Fyrir hönd umhverfis- og framkvæmdaráðs Jónínu Brynjólfsdóttur sem formann og Hannes Karl Hilmarsson til vara.
Fyrir hönd fjölskylduráðs Sigurð Gunnarsson og Eyþór Stefánsson sem aðalmenn, og til vara Björgu Eyþórsdóttur og Jóhann Hjalta Þorsteinsson.
Ráðið felur sviðsstjóra framkvæmda að kalla eftir skipun Hattar í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?