Fara í efni

Beiðni til landeiganda um töku seiða í Hofsá

Málsnúmer 202511078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 170. fundur - 18.11.2025

Fyrir liggur tölvupóstur frá Rudy Lamprect dags. 06.nóvember sl. þar sem óskað er leyfis landeiganda um seiðatöku í Hofsá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar málinu til umsagnar hjá heimastjórn Djúpavogs og tekur málið fyrir að nýju þegar umsögn liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 66. fundur - 03.12.2025

Vísað til umsagnar hjá heimastjórn Djúpvogs á fundi Byggðarráðs 18.11.2025

Fyrir liggur tölvupóstur frá Rudy Lamprect dags. 06.nóvember sl. þar sem óskað er leyfis landeiganda um seiðatöku í Hofsá.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við að seiðataka fari fram á áðurgreindum forsendum, en mikilvægt er að allir landeigendur samþykki verkefnið. Um er er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og að þeim tíma liðnum er áætlað að endurmeta stöðu verkefnisins.

Samþykkt samhljóða og vísað til Byggðaráðs
Getum við bætt efni þessarar síðu?