Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

66. fundur 03. desember 2025 kl. 11:00 - 14:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ívar Karl Hafliðason formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Heilsársvegur um Öxi

Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer

Þann 3 desember síðastliðinn lagði Innviðaráðherra fram Samgönguáætlun til næstu ára.
Heimastjórn Djúpavogs harmar að enn á ný sé verið að fresta framkvæmdum við þennan mikilvæga veg. Vinna við heilsársveg á Öxi hefjist ekki að neinu marki fyrr en eftir 2030 og að einungis 25% af fjármagni í veginn komi inn á fyrsta áfanga samgönguáætlunar (2027-2029). Ekkert fé sé tilgreint á árinu 2030 og um 6,6 milljarðar færist á annað tímabil áætlunarinnar (2031-2035).

Þessi niðurstaða er algjörlega óásættanleg, vegurinn er fullhannaður, er einn hættulegasti vegkafli landsins og nauðsynleg tenging milli byggðarlaga í Múlaþingi og styttir hringveginn um tæpa 70 km. Einnig má benda á að umferð um þennan veg er sívaxandi - og mjór og hlykkjóttur malarvegur ber ekki lengur þá umferð sem fer um veginn á hverju ári og er oft meiri en um þjóðveg 1. Sennilega eru fáir malarvegir á landinu með meiri umferðarþunga en Axarvegur.

Heimastjórn krefst þess að nú þegar verði ráðist í framkvæmdir og að verkinu ljúki á fyrsta tímabili samgönguáætlunar eða fyrir árslok 2030.

Samþykkt samhljóða.

2.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Í nýframlagðri samgönguáætlun er fjármagn til vetrarþjónustu aukið.
Í nýframlagri samgönguáætlun segir meðal annars:

"Ýmsar samfélagslegar breytingar á liðnum árum hafa aukið ákall og þörf á vetrarþjónustu. Dæmi um slíkt er sameining sveitarfélaga, sameining skóla, breytingar á vinnusóknarsvæðum og stóraukin ferðaþjónusta um land allt."

Heimastjórn telur einsýnt í ljósi þessara áherslna á aukna og bætta vetrarþjónustu, að skilyrðislaust eigi að koma á reglulegri vetrarþjónustu á Axarvegi. Hann verði nú þegar tekinn af G reglu Vegagerðarinnar og þjónustaður í samræmi vð þá miklu umferð sem um hann fer.

Samþykkt samhljóða.

3.Beiðni til landeiganda um töku seiða í Hofsá

Málsnúmer 202511078Vakta málsnúmer

Vísað til umsagnar hjá heimastjórn Djúpvogs á fundi Byggðarráðs 18.11.2025

Fyrir liggur tölvupóstur frá Rudy Lamprect dags. 06.nóvember sl. þar sem óskað er leyfis landeiganda um seiðatöku í Hofsá.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við að seiðataka fari fram á áðurgreindum forsendum, en mikilvægt er að allir landeigendur samþykki verkefnið. Um er er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára og að þeim tíma liðnum er áætlað að endurmeta stöðu verkefnisins.

Samþykkt samhljóða og vísað til Byggðaráðs

4.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025-2026
Heimastjórn felur starfsmanni að uppfæra áherslulista heimastjórnar í samræmi við stöðu verkefna og senda inn til áframhaldandi notkunar við gerð fjárhagsáætlunar Múlaþings.
Einnig þarf að skoða fjárhagsramma með tilliti til mönnunar í Íþróttamiðstöð Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða.

5.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til maí 2026

Málsnúmer 202511037Vakta málsnúmer

Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til maí 2026
Samþykkt samhljóða.

6.Matarauður Austurlands, samstarf

Málsnúmer 202202156Vakta málsnúmer

Rætt mögulegt samstarf ýmissa aðila á fullvinnslu matvæla, ásamt annarri nýsköpun úr vannýttu hráefni sem fellur til á Djúpavogi.

7.Tilkynning til hagsmunaaðila í tengslum við gat á sjókvíum

Málsnúmer 202511287Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar frá Kaldvík til hagsmunaaðila er varðar göt á kvíum sem mynduðust í Reyðarfirði og Berufirði nýverið.

8.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2026

Málsnúmer 202510065Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er endurskoðun á 10 ára húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og liggur fyrir minnisblað með helstu breytingum sem áætlaðar eru á henni.
Starfsmanni falið að koma á framfæri athugasemdum við húsnæðisáætlun.

9.Sundlaug Djúpavogs, sauna

Málsnúmer 202511209Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála, Rúnar Matthíasson, situr fundinn undir þessum lið.

Með vísan í bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi 169,dagsett 01.12, liggur fyrir heimastjórn erindi um saunaklefa á Djúpavogi. Óskað er eftir því að heimastjórn taki málið til vinnslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Djúpavogs samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs. Umhverfis- og framkvæmdamálastjóra er falið að vinna málið áfram í samræmi við niðurstöður fjölskylduráðs, umhverfis- og framkvæmdaráðs og heimastjórnar Djúpavogs.
Fjármunir sem uppá vantar til að ljúka verkefninu verða færðir úr liðnum "Annað óskilgreint" í fjárfestingaráætlun.

Heimastjórn bendir á að hluti af þeim fjármunum sem áætlaðir eru í þetta verkefni sé ætlaður í rennibraut og leiktæki við laugina og því ekki hægt að nýta í áðurtalið verkefni eins heimastjórn bókaði á fundi sínum 10. apríl 2025.

Hafði heimastjórn áætlað að um 300.000 af þessum peningum færi í leiktæki og rennibraut.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

10.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Heimastjórn hélt seinni íbúafund ársins á Hótel Framtíð þann 13. nóvember. Að vanda var mæting góð, eða um 40 manns og umræður góðar.

11.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Bóndavarðan:
Jólablað Bóndavörðunar kom út um síðustu helgi stútfullt af fróðlegu efni og með aðventudagskrá fyrir Djúpavog.

Ljósleiðaravæðing þéttbýlisins:
Lokið er að koma rörum eða ljósleiðara inn í um 60% húsa í þéttbýlinu. Reiknað er með að því ljúki næsta sumar.

Umhverfisviðurkenningar Múlaþings:
Hótel Framtíð fékk umhverfisviðukenningu Múlaþings í flokki fyrirtækjalóða. Heimastjórn óskar Hótel Framtíð til hamingju með viðurkenninguna og hvetur íbúa til að tilnefna til þessara verðlauna sem verða árviss hér eftir.

Almenninningssamgöngur í Múlaþingi:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór fram á við Vegagerðina að sett verði inn akstursleiðin Egilsstaðir-Djúpivogur við endurskoðun á leiðarkerfi sínu, á fundi sínum 1. des 2025.

12.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Djúpavogs verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar, í fjarfundi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 2. janúar á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?