Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

170. fundur 18. nóvember 2025 kl. 08:30 - 10:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði og fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029, sem vísað var frá sveitarstjórn til seinni umræðu í byggðaráði.
Málið áfram í vinnslu

3.Vátryggingaútboð Múlaþings 2026-2028

Málsnúmer 202511002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða útboðs fyrir tryggingar Múlaþings og tengd fyrirtæki í samstæðureikningi Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að taka lægsta tilboði fyrir tryggingar Múlaþings og tengdra stofnana sem kom frá VÍS tryggingarfélagi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Hléskógar 2-6, 203, sala íbúðar

Málsnúmer 202511018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað verkefnastjóra framkvæmdamála þar sem óskað er eftir samþykki byggðaráðs fyrir sölu á íbúð nr. 203 í Hléskógum 2-6 á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að setja íbúð nr. 203 í Hléskógum 2-6 á Egilsstöðum í söluferli og felur sveitarstjóra að koma því í ferli. Málið mun kom aftur fyrir byggðaráð þegar tilboð liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2026

Málsnúmer 202511037Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið janúar til júlí 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2026.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Beiðni til landeiganda um töku seiða í Hofsá

Málsnúmer 202511078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Rudy Lamprect dags. 06.nóvember sl. þar sem óskað er leyfis landeiganda um seiðatöku í Hofsá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar málinu til umsagnar hjá heimastjórn Djúpavogs og tekur málið fyrir að nýju þegar umsögn liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Lindarbakki Borgarfirði

Málsnúmer 202011211Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá deildarstjóra menningarmála og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði varðandi málefni Lindarbakka auk draga að samningi milli Múlaþings og Minjasafns Austurlands um faglega umsjón með húsinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar málinu til umsagnar hjá heimastjórn Borgarfjarðar og umhverfis- og framkvæmdaráði og tekur málið fyrir að nýju þegar umsagnir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Útgarður 7, íbúð nr. 302 - sala fasteignar

Málsnúmer 202510054Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til samþykktar hjá byggðaráði kauptilboð í Útgarð 7, íbúð nr. 302, á Egilsstöðum. Íbúðin var sett í sölu 11. nóvember sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í Útgarð 7, íbúð nr. 302 og veitir sveitarstjóra umboð til að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Fundagerðir SSA 2025

Málsnúmer 202502071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð SSA dags. 24.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundagerðir Austurbrúar 2025

Málsnúmer 202502070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Austurbrúar dags. 24.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Fer fram á að málefni Hvatasjóðs Seyðisfjarðar verði sett á fund næsta byggðarásfundar undir "Atvinnumál á Seyðisfirði" þar sem Byggðaráð fær kynningu á árangri sjóðsins frá Austurbrú.
Hvernig nýttust styrkirnir?
Hverju breyttu þeir fyrir atvinnumál í Seyðisfirði?
Hver var og/eða verður eftirfylgnin?
Mikilvægt er að meta árangurinn.
Hvað gekk vel, hvað skilaði árangir, hvað glataðist, hvaða mistök voru gerð, hver er lærdómurinn?


11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 19.08.2025.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS 2025

Málsnúmer 202501154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum dags. 27.08.2025.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2025

Málsnúmer 202503227Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð Tækniminjasafns Austurlands dags. 30.10.2025. ásamt ársreikningi safnsins og árskýrslu 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?