Fara í efni

Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Tuska og Riðagil

Málsnúmer 202511111

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 167. fundur - 17.11.2025

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um uppskiptingu lands úr jörðinni Ekkjufellssel (L156992). Verða til tvær nýjar lóðir sem fá staðföngin Tuska og Riðagil. Jafnframt liggur fyrir merkjalýsing vegna stækkunar á lóðinni Vök (L226989).
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?