Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

167. fundur 17. nóvember 2025 kl. 08:30 - 11:38 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Margrét Jakobsd. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri Múlaþings, situr fundinn undir lið 1.
Vordís Svala Jónsdóttir, verkefnastjóri framkvæmdamála, situr fundinn undir lið 2.
Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmdamála, situr fundinn undir liðum 2 og 3.
Sóley Valdimarsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála, situr fundinn undir liðum 4 til 8.

1.Skýrsla slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 202508120Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri, fer yfir málefni slökkviliðs Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

2.Gæludýr í félagslegum og almennum íbúðum í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202502111Vakta málsnúmer

Verkefnisstjórar framkvæmdamála sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur bókun frá 143. fundi fjölskylduráðs þar sem lagt er til að hunda-, katta- og gæludýrahald verði leyft í félagslegum og almennum íbúðum í eigu Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun fjölskylduráðs, og felur starfsmönnum að vinna að reglum í samræmi við umræður á fundinum, er varðar gæludýrahald í leiguíbúðum í eigu Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

3.Leikskólinn Bjarkatún, viðbygging

Málsnúmer 202502050Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Geitavík 3, 4, 5, 6 og 7

Málsnúmer 202511110Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um uppskiptingu lands úr jörðinni Geitavík 1 (L157236). Nýjar lóðir verða fimm og fá staðföngin Geitavík 3, 4, 5, 6 og 7.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Tuska og Riðagil

Málsnúmer 202511111Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um uppskiptingu lands úr jörðinni Ekkjufellssel (L156992). Verða til tvær nýjar lóðir sem fá staðföngin Tuska og Riðagil. Jafnframt liggur fyrir merkjalýsing vegna stækkunar á lóðinni Vök (L226989).
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Fleki

Málsnúmer 202511112Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing ásamt umsókn um uppskiptingu lands úr jörðinni Kirkjubæ (L157161). Stofna á 38,6 ha. lóð sem fær staðfangið Fleki.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsagnarbeiðni, Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040, Mál 1481/2025

Málsnúmer 202511105Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um umsögn Múlaþings við breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040, mál 1481/2025 í Skipulagsgátt. Breytingin nær til 1ha reits í miðbæ Reyðarfjarðar en breyta á landnotkun, úr verslun og þjónustu, í íbúðarreit fyrir 3 fjölbýlishús með 12 íbúðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á þeirri forsendu að fyrirhuguð breyting varðar ekki hagsmuni Múlaþings gerir umhverfis- og framkvæmdaráð ekki athugasemd við fyrirliggjandi áform.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsagnarbeiðni, Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040, Mál 1499/2025

Málsnúmer 202511115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um umsögn Múlaþings við breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040, mál 1499/2025 í Skipulagsgátt.
Breytingin felur í sér stækkun á reit I500 vegna áforma um uppbyggu fiskeldistengdrar starfsemi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á þeirri forsendu að fyrirhuguð breyting varðar ekki hagsmuni Múlaþings gerir umhverfis- og framkvæmdaráð ekki athugasemd við fyrirliggjandi áform.

Samþykkt samhljóða.

9.Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar fundagerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs dags. 25.02., 09.06., 05.08. og 03.11.2025
Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 34

Málsnúmer 2511002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frá 34 afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

11.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi situr fundinn undir þessum lið og tekur þátt í umræðu um umferðaröryggi í Múlaþingi, með vísan í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 166. fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Lofti fyrir komuna og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Loftur Þór Jónsson - mæting: 10:30

Fundi slitið - kl. 11:38.

Getum við bætt efni þessarar síðu?