Fara í efni

Umsókn um stöðuleyfi, Egilsstaðir

Málsnúmer 202511119

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 04.12.2025

Fyrir liggur frá byggingarfulltrúa Múlaþings ósk um umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs vegna umsóknar Svetlin Krasimirov Valentinov um stöðuleyfi fyrir matarvagn á lóðinni Miðvangi 31.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi ósk um stöðuleyfi fyrir matarvagn á lóðinni Miðvangi 31.

Heimastjórnin beinir því til byggðaráðs að taka afstöðu til þess að setja samþykkt um svæði í eigu Múlaþings ætluð undir matarvagna og slíka starfsemi og mögulegt gjald fyrir aðstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?