Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

64. fundur 04. desember 2025 kl. 11:00 - 14:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Guðný Drífa Snæland varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri
Í upphafi fundar var lagði formaður til að á dagskrá yrði tekið málið Samgönguðáætlun 2026 til 2040 númer 202512034.

Samþykkt samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029. Inn á fundinn undir þessum lið mætir Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Guðlaugi þökkuð góð kynning. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir ánægju með fjárhagsáætlunina og stöðuna sem hún lýsir.

Lagt fram til kynningar.

2.Atvinnumál í Múlaþingi

Málsnúmer 202511153Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Dagmar þökkuð yfirferð yfir stöðu atvinnumála í Múlaþingi.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs stefnir að því að halda áfram umfjöllun um atvinnumál í sveitarfélaginu á nýju ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ósk um umsögn, Mat á umhverfisáhrifum, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202310060Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmda vegna Gilsárvirkjunar í Eiðaþinghá, dagsett 12. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.

4.Deiliskipulag, Kollsstaðasel, frístundabyggð

Málsnúmer 202510198Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagslýsing, dagsett 29.10. 2025, vegna frístundabyggðar í landi Kollsstaðasels.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24.11. 2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsáætlun verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsáætlun vegna frístundabyggðar í landi Kollsstaðasels verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulag, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi vegna Gilsárvirkjunar í Eiðaþinghá, dags. 27. nóvember 2025. Skipulagsáætlunin er unnin af EFLU fyrir hönd Orkusölunnar sem er framkvæmdaraðili.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12. 2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsáætlun verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu frá 169. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem samþykkt var að kynna fyrirliggjandi skipulagsáætlun í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að vinnslutillaga deiliskipulagsins verði uppfærð með hliðsjón af áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmda, frá 12.11. 2025, með hliðsjón af áhrifum framkvæmda á náttúru og dýralíf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um stöðuleyfi, Egilsstaðir

Málsnúmer 202511119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá byggingarfulltrúa Múlaþings ósk um umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs vegna umsóknar Svetlin Krasimirov Valentinov um stöðuleyfi fyrir matarvagn á lóðinni Miðvangi 31.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi ósk um stöðuleyfi fyrir matarvagn á lóðinni Miðvangi 31.

Heimastjórnin beinir því til byggðaráðs að taka afstöðu til þess að setja samþykkt um svæði í eigu Múlaþings ætluð undir matarvagna og slíka starfsemi og mögulegt gjald fyrir aðstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2026

Málsnúmer 202511037Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið janúar til maí 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fundadagatal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Íbúafundir heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202203168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt frá umræðu á íbúafundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem fram fóru í Brúarásskóla, á Eiðum guesthouse og í Þingmúla á Egilsstöðum 21. og 22. október 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að taka saman atriðin sem fram komu á íbúafundunum og leggja fyrir næstu fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2026

Málsnúmer 202510065Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er endurskoðun á 10 ára húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og liggur fyrir minnisblað með helstu breytingum sem áætlaðar eru á henni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við minnisblaðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Samgönguáætlun 2026 - 2040

Málsnúmer 202512034Vakta málsnúmer

Ríkisstjórn Íslands kynnti í gær, 3. desember, tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá aðför að Múlaþingi og Austurlandi og einkum og sér í lagi Seyðisfirði, sem felst í tillögu ríkisstjórnarinnar að samgönguáætlun, og felur í sér þá fordæmalausu ákvörðun að sópa burt þegar undirbúnu og tilbúnu verkefni á svæðinu auk frestunar annarra brýnna verkefna og þeim neikvæðu áhrifum sem af hljótast fyrir íbúa og atvinnulíf og framþróum svæðisins.
Heimastjórn lýsir áhyggjum af þeirri aðferðafræði sem ríkisstjórnin viðhefur með því að fara gegn gildandi stefnu sem Alþingi hefur samþykkt á grundvelli sáttar sveitarfélaga á svæðinu og faglegs undirbúnings.
Boðuð svo kölluð hringtenging með Fjarðagöngum leysir með engu móti vetrareinangrun og öryggi vegfarenda, og íbúa fjarðanna, inn á þjónustusvæðið á Egilsstöðum og aðgang að flugvelli. Leiðirnar um Fjarðarheiði, Fagradal og Öxi verða áfram hindrun og óásættanlegar í öryggislegu tilliti. Frestun framkvæmda við Egilsstaðaflugvöll gengur gegn flugstefnu Íslands og markmiðum um flugöryggi á flugumsjónarsvæðinu við Ísland.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til sveitarstjórnar að skora á ríksstjórnina að taka illa ígrundaða tillögu, hvað svæðið varðar, til endurskoðunar. Sú endurskoðun taki tillit til raunverulegra staðhátta og aðstæðna íbúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?