Fara í efni

Erindi, beiðni um úrbætur útileiktækja leikskólans á Seyðisfirði

Málsnúmer 202511169

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 148. fundur - 02.12.2025

Fyrir liggur bréf frá Sóleyju Rún Jónsdóttur, fyrir hönd foreldrafélags leikskólans Sólvalla, dagsett 19.11.25. Í erindinu er óskað eftir að gerðar verði úrbætur á leiktækjum á útisvæði leikskólans á Seyðisfirði.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og tekur undir þær ábendingar sem þar koma fram. Ráðið vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu. Jafnframt óskar fjölskylduráðið eftir að fræðslustjóri taki málið upp með starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs með það í huga að hafa meiri fyrirsjáanleika í framkvæmdum og viðhaldi á skólabyggingum og leiktækjum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 170. fundur - 15.12.2025

Fjölskylduráð vísar til umhverfis- og framkvæmdaráðs, erindi er varðar úrbætur á leiktækjum á útisvæði leikskólans á Seyðisfirði. Fjölskylduráði barst bréf frá foreldrafélagi leikskólans á Seyðisfirði, og vísar erindinu til afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra framkvæmda að vinna áætlun sem tekur mið af skipulögðu viðhaldi, endurnýjun og nýframkvæmdum, með tilliti til leiksvæða við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Starfsmönnum er einnig falið að fara í úrbætur í samræmi við ábendingar frá HAUST. Málið er í vinnslu og verður lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð að nýju þegar drög að áætlun liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?