Fara í efni

Fasteignir í Múlaþingi

Málsnúmer 202511191

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 171. fundur - 25.11.2025

Fyrir liggur minnisblað frá fjármálastjóra, framkvæmda- og umhverfismálastjóra og félagsmálastjóra vegna fasteigna í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna aukins framboðs á húsnæði sveitarfélagsins með stofnframlögum samþykkir byggðaráð eftirfarandi ráðstafanir varðandi eignir í Múlaþingi:
- Samþykkt að haldið verði áfram að selja íbúðir í Hamrabakka á Seyðisfirði eftir því sem þær losna.
- Samþykkt verði að allt að fjórar íbúðir á Múlavegi á Seyðisfirði verði skilgreindar sem félagslegt húsnæði.
- Samþykkt að selja einbýlishúsið í Brúarási þegar það losnar.
- Samþykkt að ein íbúð í Brúarási verði skilgreind sem félagslegt húsnæði.
- Samþykkt að selja Miðgarð 3a á Egilsstöðum þegar hún losnar.
- Samþykkt að selja tvær íbúðir í Útgarði 6 á Egilsstöðum þegar þær losna.
- Samþykkt að selja íbúð í parhúsi að Víkurnesi á Borgarfirði þegar hún losnar.
- Samþykkt að kanna fýsileika þess að flytja hluta eða allar íbúðir sveitarfélagsins yfir í óhagnaðardrifið leigufélag eins og Bríeti eða Brák.
- Samþykkt að fara í nánari greiningu á áhrifum hækkunar leiguverðs í íbúðum sveitarfélagsins svo það sé sambærilegt við almennt leiguverð.

Byggðaráð felur sveitarstjóra að fylgja þessum málum eftir.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (HHÁ)
Getum við bætt efni þessarar síðu?