Fara í efni

Erindi, akstur í félagsmiðstöð fyrir ungmenni í Fellabæ

Málsnúmer 202511268

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 148. fundur - 02.12.2025

Fyrir liggur erindi frá Jóhanni Hjalta Þorsteinssyni dags. 25.nóvember sl, er varðar akstur fyrir ungmenni í Fellbæ yfir í Nýjung á Egilsstöðum.
Skipulögð frístundastarfsemi hefur ótvírætt forvarnargildi og því beinir fjölskylduráð því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að kanna hvort unnt sé að endurvekja almenningssamgöngur í þéttbýli á þeim tíma sem Nýung er opin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 170. fundur - 15.12.2025

Fjölskyluráði barst erindi frá Jóhanni Hjalta Þorsteinssyni, dags. 25. nóv sl., er varðar akstur ungmenna í Fellabæ í félagsmiðstöðin Nýjung á Egilsstöðum. Fjölskylduráð beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka afstöðu til þess að endurvekja almenningssamgöngur í þéttbýli í takt við opnun félagsmiðstöðvarinnar Nýungar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið. Ráðið vísar málinu aftur til Fjölskylduráðs til nánari skoðunar, með tilliti til meðfylgjandi minnisblaðs.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 150. fundur - 06.01.2026

Á 170. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs var tekið fyrir erindi Jóhanns Hjalta Þorsteinssonar er varðar akstur ungmenna í Fellabæ í félagsmiðstöðina Nýjung á Egilsstöðum. Ráðið vísar málinu aftur til Fjölskylduráðs til nánari skoðunar, með tilliti til meðfylgjandi minnisblaðs.
Fjölskylduráð lýsir vilja sínum til að bæta samgöngur fyrir ungmenni úr Fellabæ í félagsmiðstöðina Nýung. Sviðsstjóra menntunar og lýðheilsu er falið að vinna málið áfram, í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?