Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51

Málsnúmer 2203021F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar fram fyrirspurn undir lið 6, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir undir lið 4 og 6.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun við 6. lið; Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði (202109040):
Vegna þrengsla og árekstra við skipulagðan aðalveg, framtíðar uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og íbúða aldraðra tel ég rétt að athuga betur hvar sé besta svæði fyrir framtíðaruppbyggingu íþróttasvæðis Hattar með tilliti til heildarsýnar í nýju aðalskipulagi.
Gerð verði forathugun vegna nýs aðalskipulags Múlaþings á mögulegum staðsetningum íþróttasvæðis Hattar á Egilsstöðum. Ekkert liggur á, því uppbygging nýs íþróttasvæðis verður vart á þessum áratug.

Getum við bætt efni þessarar síðu?