Fara í efni

Samráðshópur Múlaþings um málefni fatlaðs fólks

2. fundur 25. nóvember 2021 kl. 14:00 - 15:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Fanney Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir aðalmaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Arnar Ágúst Klemensson aðalmaður
  • Matthías Þór Sverrisson aðalmaður
  • María Sverrisdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðbjörg Gunnarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Helga Þórarinsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks

1.Reglur um styrki til verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202111090Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks leggur til við fjölskylduráð að fyrirliggjandi drög að reglum verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.


2.Reglur Múlaþings um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 202111089Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks leggur til við fjölskylduráð að fyrirliggjandi drög að reglum verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.

3.Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202111083Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks leggur til við fjölskylduráð að fyrirliggjandi drög að reglum verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.

4.Íþróttamiðstöð Egilsstöðum - breytingar á anddyri og búningsklefa

Málsnúmer 202105079Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Samráðshópi líst vel á tillöguna en leggur til að gert verði ráð fyrir læstum skápum í rýminu og þeim fjölgað.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Gangstéttar í sveitarfélaginu m.t.t. aðgengi fatlaðra

Málsnúmer 202111088Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram: Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gert verði átak í að lagfæra gangstéttir og gangstéttarbrúnir í sveitarfélaginu með tilliti til betra aðgengis fyrir alla. Samráðshópurinn leggur einnig til að formaður og varaformaður samráðshópsins verði kallaðir til skrafs og ráðagerðar varðandi hönnun og lagfæringar er varðar aðgengismál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?